Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

29.08.2014

Haustfjarnám allra stiga í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 29. september.

Haustönn hins vinsæla fjarnáms ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 29. september næstkomandi. Námið er svokallaður almennur hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Hinn hluta námsins sækja þjálfarar til viðkomandi sérsambands ÍSÍ. Nám 1. stigs tekur 8 vikur en nám á 2. og 3. stigi tekur 5 vikur. Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi hafa rétt til þátttöku á 1. stigi.
Nánar ...
25.08.2014

Nanjing 2014 - Knattspyrna drengja

Nanjing 2014 - Knattspyrna drengjaÍ gær lék U-15 landsliða drengja í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína. Leikið var á móti ríkjandi Asíumeisturum í þessum aldursflokki, liði Suður-Kóreu og var ljóst að erfiðan leik yrði að ræða. Lið Suður-Kóreu er mjög vel skipulagt og þar eru einstaklingar sem búa yfir góðri tækni og miklum hraða.
Nánar ...
22.08.2014

Ísland leikur við Suður Kóreu þann 24. ágúst

Leikur Perú og Hondúras í gær þann 21. ágúst, endaði 3:1 fyrir Perú. Þá eru úrslitin í riðlinum sú að Perú er í fyrsta sæti, Ísland í öðru sæti og Hondúras í þriðja sæti. Í hinum riðlinum voru Cape Verde, Suður Kórea og Vanuatu. Suður Kórea vann riðilinn, Cape Verde var í öðru sæti og Vanuatu í þriðja sæti.
Nánar ...
22.08.2014

Sunneva synti 400m. skriðsund í dag

Sunneva synti 400m. skriðsund í dagSunneva Dögg Friðriksdóttir synti í annað sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hún keppti þá í 400m. skriðsundi og var á tímanum 4:32.75, eða 6.61sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Daniella van den Berg frá Aruba. Sunneva endaði þriðja í sínum riðli af sex sundmönnum.
Nánar ...
22.08.2014

Kristinn Þórarinsson synti á 2:07.53 í morgun

Kristinn Þórarinsson synti 200m. baksundið á 2:07.53 í morgun. Hann var áttundi í sínum riðli, af átta sundmönnum, og 6.79sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Rússanum Evgeny Rylov. Kínverjinn Li Guangyuan vann 200m. baksundið í úrslitum á tímanum 1:56.94.
Nánar ...
21.08.2014

Leikur Hondúras og Perú í knattspyrnu

Leikur Hondúras og Perú í riðli Ísland, hefst kl.10 á íslenskum tíma. Íslenska drengjalandsliðið þarf að bíða eftir úrslitum úr þeim leik til þess að vita hvort þeir komist í undanúrslit eða keppi um önnur sæti.
Nánar ...
18.08.2014

Kristinn fimmti í sínum riðli

Kristinn Þórarinsson synti í annað sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hann keppti þá í 200m. fjórsundi og var á tímanum 2:06.90, eða 2.59sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Austuríkismanninum Sebastian Steffan
Nánar ...