Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

31.08.2015

Íþróttavika Evrópu 2015

Íþróttavika Evrópu 2015Evrópusambandið hefur hrundið af stað nýju verkefni sem kallast Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með vikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Slagorð vikunnar er "BeActive" eða „Vertu virkur“ og með því er verið að hvetja alla Evrópubúa til að hreyfa sig án tillits til aldurs, bakgrunns eða líkamlegs forms.
Nánar ...
26.08.2015

Fundur aðalfararstjóra í Ríó

Fundur aðalfararstjóra í RíóÁ dögunum fór fram undirbúningsfundur aðalfararstjóra vegna Ólympíuleikanna í Ríó, sem fara fram í ágúst 2016. Hefð er fyrir því að ári fyrir Ólympíuleika sé haldinn fundur með fulltrúum allra þjóða þar sem mannvirki eru skoðuð og farið yfir þá fjölmörgu þætti sem snúa að leikunum, s.s. skráningarmál, þátttökurétt, ferðatilhögun, gistimöguleika, öryggismál, miðasölu, dagskrá og margt fleira.
Nánar ...
24.08.2015

Ólympíukyndillinn tendraður þann 21. apríl

Ólympíukyndillinn tendraður þann 21. aprílSkipulagsnefnd Ólympíuleikanna 2016 tilkynnti nýlega að kveikt yrði á Ólympíukyndlinum þann 21. apríl 2016 í borginni Ólympíu á Grikklandi, þar sem Ólympíuleikarnir til forna fóru fram. Þann 3. maí mun kyndillinn hefja 95 daga för sína um Brasilíu, sem endar þann 5. ágúst þegar að Ólympíueldurinn verður tendraður á setningarhátíð leikanna.
Nánar ...
21.08.2015

Hjólum í skólann 9.-22. september

Hjólum í skólann 9.-22. septemberHjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í annað sinn dagana 9.-22. september 2015 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Nánar ...
21.08.2015

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins færður þakklætisvottur

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins færður þakklætisvotturSlökkviliði höfuðborgarsvæðisins var nýlega færður þakklætisvottur frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir samstarfið á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í júní sl. Slökkviliðið lánaði mannskap, búnað og þekkingu við undirbúning leikanna sem og á meðan á leikunum stóð.
Nánar ...
20.08.2015

Göngum í skólann 9. september - 7. október

Göngum í skólann fer fram í níunda sinn dagana 9. september til 7. október 2015. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Nánar ...
14.08.2015

Formlegt boð til Ríó

Formlegt boð til RíóÍ byrjun ágúst barst formlegt boð frá Alþjóðaólympíunefndinni til íslensks íþróttafólks á Ólympíuleikana í Ríó 2016 þegar að ár var til leika. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfesti boðið með undirskrift.
Nánar ...
05.08.2015

Eitt ár til Ólympíuleika í Ríó

Eitt ár til Ólympíuleika í RíóÍ dag er eitt ár þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Ríó í Brasilíu, þann 5. ágúst 2016. Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, var á ströndinni í Ríó í morgun ásamt brasilískum ólympíuförum og öðru brasilísku íþróttafólki til þess að fagna því að eitt ár sé til leika.
Nánar ...