Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

28.02.2013

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram á morgun, föstudaginn 1. mars, kl. 12:10 - 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í vinnustaðakeppninni fyrir hlutfall daga og mínútna og í grunnskólakeppninni fyrir hlutfall daga. Staðfest úrslit í grunn- og vinnustaðakeppni Lífshlaupsins má finna með því að smella hér.
Nánar ...
26.02.2013

Nýtt þátttökumet

Nýtt þátttökumetLokadagur vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er í dag, þriðjudaginn 26. febrúar. Nýtt þátttökumet var slegið í ár þar sem um 20.600 þátttakendur eru skráðir í grunnskóla- og vinnustaðakeppninni í ár. Mikil spenna er á milli efstu vinnustaða og skóla í öllum flokkum.
Nánar ...
25.02.2013

Ársþingi Siglingasambands Íslands lokið

Ársþingi Siglingasambands Íslands lokiðÁrsþing Siglingasambands Íslands fór fram laugardaginn 23. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þessu ári eru 40 ár liðin frá stofnun sambandsins og í ræðu Úlfs Hróbjartssonar formanns SÍL kom fram að þó að margt hefði áunnist í starfsemi siglingaíþrótta á þessum 40 árum þá stæði íþróttin enn frammi fyrir stórum áskorunum, ekki síst í aðstöðumálum.
Nánar ...
25.02.2013

Nýr formaður Íþróttabandalags Suðurnesja

Nýr formaður Íþróttabandalags SuðurnesjaÁrsþing Íþróttabandalags Suðurnesja fór fram í Golfskálanum í Grindavík 18. febrúar síðastliðinn. Þingið var vel sótt og áttu öll virk félög í sambandinu þar fulltrúa. Gunnlaugur Hreinsson sem hefur verið formaður sambandsins með hléum í 20 ár, nú síðast samfellt í 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nánar ...
22.02.2013

Foreldrar

Undirritaður hefur verið þátttakandi í íþróttahreyfingunni meira og minna frá barnæsku, í flestum þeim hlutverkum sem hreyfingin hefur upp á að bjóða – allt frá því að vera iðkandi í yngstu aldursflokkum, frá því að njóta þeirra forréttinda að vera keppandi fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi, og til þess að sinna stjórnunarstörfum í efsta lagi stjórnkerfisins.
Nánar ...
21.02.2013

Brasov 2013 - Fjórði keppnisdagur

Brasov 2013 - Fjórði keppnisdagurÍ dag var fjórði keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Íslensku keppendurnir tóku þátt í listhlaupi á skautum, svigi pilta sem og í sprettgöngu pilta og stúlkna.
Nánar ...
20.02.2013

EYOWF - Brasov 2013 - Þriðji keppnisdagur

EYOWF - Brasov 2013 - Þriðji keppnisdagurÍ dag var þriðji keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Íslensku stúlkurnar í alpagreinum og listhlaupi á skautum kepptu í dag, en frí var hjá keppendum í skíðagöngu.
Nánar ...
19.02.2013

Fréttir frá Brasov

Í dag hélt keppnin áfram á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar og Jónína Kristjánsdóttir kepptu í 5km skíðagöngu stúlkna og varð Jónína í 58. sæti á 331,45 punktum og Elena Dís í 59. sæti á 363,87 punktum. 68 stúlkur voru skráðar til keppni.
Nánar ...
18.02.2013

Brasov 2013 – Fyrsti keppnisdagur

Brasov 2013 – Fyrsti keppnisdagurÍ dag hófst keppni á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar hóf keppni í 7,5km skíðagöngu stúlkna og var ræst fyrst af 69 keppendum og Jónína Kristjánsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar var ræst sjötta í röðinni.
Nánar ...
18.02.2013

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2012

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2012. Til úthlutunar að þessu sinni voru 61.7 m. króna. Heildarkostnaður umsókna var tæplega 416 m.króna. Alls bárust umsóknir í sjóðinn frá 117 íþrótta- og ungmennafélögum úr 21 íþróttahéraði vegna tæplega 3200 keppnisferða í 24 íþróttagreinum.
Nánar ...
18.02.2013

Áhugaverður fyrirlestur Tomasar Peterson

Áhugaverður fyrirlestur Tomasar PetersonÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ stóðu í dag fyrir hádegisfundi þar sem Tomas Peterson prófessor í íþróttafélagsfræði flutti erindi um rannsóknir sínar á getu- og aldurstengdum árangri unglinga í íþróttum.
Nánar ...
17.02.2013

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Brasov 2013

Í kvöld verður 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett í Brasov í Rúmeníu. Ísland sendir að þessu sinni 13 keppendur til leiks og keppa þau í þremur íþróttagreinum. Átta keppendur munu keppa í svigi og stórsvigi á hátíðinni, fjórir keppa í skíðagöngu og ein stúlka keppir í listhlaupi á skautum.
Nánar ...