Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

28.02.2014

Ársþing KAÍ lokið

Ársþing KAÍ lokið27. Karateþing var haldið laugardaginn 22. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fjöldi fulltrúa frá karatefélögunum tók þátt í þingstörfum. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdasstjórn ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu, t.d. um breytingar á mótahaldi næsta vetur, skiptingu á flokkum á Íslandsmótum og um gjaldgengi á mótum.
Nánar ...
28.02.2014

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins í dag þar sem fulltrúar frá grunnskólum og vinnustöðum tóku á móti sínum verðlaunum. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði gesti og fór yfir helstu tölfræði keppninnar og afhendi sigurvegurum verðlaunaplatta ásamt Hafsteini Pálssyni, formanni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.
Nánar ...
28.02.2014

Námskeið ungra þátttakenda í Ólympíu

Námskeið ungra þátttakenda í ÓlympíuÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 15. til 29. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympísk gildi (Olympic Values) og sérstök áhersla er lögð á virðingu fyrir fjölbreytileikanum.
Nánar ...
27.02.2014

Góð þátttaka í Lífshlaupinu í ár

Frábær þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendum fjölgaði um 9% á milli ára en alls skráðu 463 vinnustaðir 1349 lið og 13.587 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 46 skólar skráðu 502 bekki með 7.553 nemendur til leiks. Verðlaunaafhending verður á morgun, föstudaginn 28. febrúar, kl. 12:10 - 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í vinnustaðakeppninni fyrir hlutfall daga og mínútna og í grunnskólakeppninni fyrir hlutfall daga.
Nánar ...
26.02.2014

Fjarnám þriggja stiga þjálfaramenntunar ÍSÍ í fullum gangi

Fjarnám þriggja stiga þjálfaramenntunar ÍSÍ í fullum gangiNú er vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun komið í fullan gang. Ríflega 50 nemendur/þjálfarar eru í náminu og koma þeir frá fjölmörgum íþróttagreinum s.s. körfuknattleik, blaki, skíðaíþróttum, sundi, badminton, júdó, Jiu Jitsu, skautaíþróttum, frjálsum íþróttum og skokkhópum. Nemendur sækja svo ségreinaþekkingu sína til viðkomandi sérsambands ÍSÍ eða nefndar. Námið á 1. stigi tekur 8 vikur en námið á 2. og 3. stigi 5 vikur. Nemendur skila verkefnum vikulega og taka auk þess krossapróf. Afar skemmtilegar umræður skapast á spjallsvæði námsins þar sem nemendur miðla m.a. þekkingu sinni og reynslu. Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467 & 863-1399.
Nánar ...
25.02.2014

Ársþing Siglingasambands Íslands

Ársþing Siglingasambands Íslands41. Siglingaþing Siglingasambands Íslands (SÍL) var haldið laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn. Mæting var frekar dræm en þingið gekk vel fyrir sig undir stjórn Gísla Gíslasonar þingforseta. Úlfur Hróbjartsson var endurskjörinn formaður sambandsins.
Nánar ...
25.02.2014

Síðasti keppnisdagurinn í Lífshlaupinu

Síðasti keppnisdagurinn í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er í dag, þriðjudaginn 25. febrúar. Met þátttaka er í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og hefur þátttakan aukist um 8% á milli ára. Nú hafa 463 vinnustaðir skráð 13.500 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni sem lauk 18. febrúar en þar skráðu 45 skólar skráð 7.440 nemendur til leiks.
Nánar ...
24.02.2014

ÍSÍ endurnýjar þjónustusamning við Vodafone

ÍSÍ endurnýjar þjónustusamning við VodafoneÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur endurnýjað þjónustusamning sinn við Vodafone. Við það tækifæri fékk framkvæmdastjóri ÍSÍ einnig afhenta síma sem Vodafone og Tæknivörur (Samsung) létu ÍSÍ í té til að nota í verkefnum ÍSÍ.
Nánar ...
23.02.2014

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í SochiNú líður að lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi en hún hefst kl. 16:00 í dag, að íslenskum tíma. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur til að vera fánaberi íslenska Ólympíuhópsins á lokahátíðinni en Helga María, sem er aðeins 18 ára, stóð sig afar vel á leikunum.
Nánar ...
22.02.2014

Keppni í svigi karla í Sochi hefst kl. 12:45

Keppni í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sochi hefst kl. 12:45 í dag. Þar keppa þeir Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson. Einar Kristinn verður með rásnúmer 58 en Brynjar Jökull með rásnúmerið 72.
Nánar ...
22.02.2014

Erla og Helga María stóðu sig vel í sviginu

Erla og Helga María stóðu sig vel í sviginuHelga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir luku keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í gær þegar þær tóku þátt í svigi kvenna. Helga María lenti í 34. sæti og Erla í 36. sæti og geta þær svo sannarlega vel við unað.
Nánar ...