Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

11.09.2013

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppniHvatningarátakið Hjólum í skólann hefst mánudaginn 16. september nk. Skráning í átakið stendur nú yfir inn á www.hjolumiskolann.is og verður hægt að skrá sig til leiks út alla næstu viku. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólum í skólann að sem flestir taki þátt og verkefnið verði til þess að nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins nýti virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Nánari upplýsingar um Hjólum í skólann veitir Kristín Lilja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á netfangið kristin@isi.is eða í síma 514-4000.
Nánar ...
11.09.2013

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing

Hreyfitorg, formleg opnun og málþingGagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val. Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefsins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Samhliða formlegri opnun Hreyfitorgs mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands taka við umsjón vefsins úr höndum Embættis landlæknis. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra,
Nánar ...
11.09.2013

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu þeirra í þjálfun og nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
11.09.2013

Flokkaflutningur í Felix

Sjálfvirkur flokkaflutningur er leið til að flytja á einfaldan hátt alla einstaklinga milli flokka, sem eiga að flytjast samkvæmt aldursskilgreiningu flokkanna.
Nánar ...
09.09.2013

Ólympíuleikarnir 2020 verða í Tokyo

Ólympíuleikarnir 2020 verða í TokyoAlþjóðaólympíunefndin heldur sitt 125. ársþing þessa dagana í Buenos Aires í Argentínu. Á laugardaginn fór fram kosning um gestgjafa Ólympíuleikanna 2020, en þrjár borgir voru þar í kjöri. Tokyo í Japan varð fyrir valinu á undan Istanbul og Madrid. Hlaut Tokyo 60 atkvæði í seinni umferð kosninga á móti 35 atkvæðum Istanbul. Madrid hafði fallið út í fyrri umferðinni, en borg þarf að hljóta meirihluta atkvæða til að verða valin sem gestgjafi, og því þarf stundum nokkrar umferðir til að velja sigurvegara.
Nánar ...
06.09.2013

Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014

Þann 6. febrúar 2014 hefst keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi, en forkeppni á snjóbrettum (slopestyle) hefst þá á Rosa Khutor Extreme Park svæðinu.
Nánar ...
06.09.2013

Ólympíuhópur – Sochi 2014

Ólympíuhópur – Sochi 2014Eftir fimm mánuði fara Vetrarólympíuleikar fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf. Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur tilnefnt Ólympíuhóp sambandsins, en hann skipa þeir íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á leikunum og taka þátt í landsliðsverkefnum SKÍ á komandi vetri.
Nánar ...
05.09.2013

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing 13. september

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing 13. septemberGagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val. Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefsins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Samhliða formlegri opnun Hreyfitorgs mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands taka við umsjón vefsins úr höndum Embættis landlæknis. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils). Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað. Opnun Hreyfitorgs fer fram í upphafi málþingsins, sem stendur frá kl. 14:00 – 16:15. Þátttaka í opnuninni og málþinginu er án endurgjalds en skrá þarf þátttöku. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráning eru á heimasíðu Embættis landlæknis.
Nánar ...
04.09.2013

Göngum í skólann 2013 hafið

Göngum í skólann 2013 hafiðGöngum í skólann var sett formlega í morgun í Álftanessskóla. Verkefnið er nú haldið í sjöunda sinn hér á landi. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði við setninguna og ræsti verkefnið formlega.
Nánar ...
04.09.2013

Samkeppni um hönnun verðlaunagripa YOG 2014

Samkeppni um hönnun verðlaunagripa YOG 2014Alþjóðaólympíunefndin hefur hrundið af stað samkeppni um hönnun á framhlið verðlaunapeninga fyrir Sumarólympíuleika ungmenna (YOG) sem haldnir verða í Nanjing í Kína á næsta ári. Samkeppnin er öllum opin og verður hægt að senda inn tillögur sínar í gegnum eftirfarandi vefslóð þar til 30. nóvember 2013: http://www.medaldesigncompetition.com/ Vinningstillagan verður notuð á framhlið gull-, silfur- og bronsverðlauna leikanna.
Nánar ...