Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

05.09.2014

Náttúrulegur kraftur á byggingu ÍSÍ

Náttúrulegur kraftur á byggingu ÍSÍÍ gær var sett upp stór auglýsing fyrir Smáþjóðaleikana 2015 á vesturvegg byggingar ÍSÍ í Laugardalnum. Myndin er af Söru Rún Hinriksdóttur, körfuknattleikskonu, þar sem hún spilar körfuknattleik við Svartafoss. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Hugmyndin á bak við það að blanda saman náttúrumyndum og íþróttafólki er sú að sýna sameiginlegan kraft íslensku náttúrunnar og íþróttafólksins. Náttúrumyndirnar hafa einnig beina skírskotun í umhverfisvæna stefnu leikanna og tengingu í merki leikanna sem sýnir eldfjall, hálendisöldu, grænan gróður, haf og ís.
Nánar ...
04.09.2014

Forseti ÍSÍ skipaður í nefnd EOC um Evrópumál

Forseti ÍSÍ skipaður í nefnd EOC um EvrópumálLárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ hefur verið skipaður í nefnd Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) um Evrópusambandsmál, svokallaða EU Commission, til næstu fjögurra ára. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ á einnig sæti í nefnd á vegum EOC en hún situr í nefnd um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar til næstu fjögurra ára.
Nánar ...
04.09.2014

Göngum í skólann hefst 10. september

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn miðvikudaginn 10. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla.
Nánar ...
03.09.2014

Hjólum í skólann hefst 10. september

Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í annað sinn dagana 10.-16. september 2014 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna eru hvattir til að skrá sig til leiks. Keppt verður um að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans.
Nánar ...
29.08.2014

Haustfjarnám allra stiga í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 29. september.

Haustönn hins vinsæla fjarnáms ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 29. september næstkomandi. Námið er svokallaður almennur hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Hinn hluta námsins sækja þjálfarar til viðkomandi sérsambands ÍSÍ. Nám 1. stigs tekur 8 vikur en nám á 2. og 3. stigi tekur 5 vikur. Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi hafa rétt til þátttöku á 1. stigi.
Nánar ...
25.08.2014

Nanjing 2014 - Knattspyrna drengja

Nanjing 2014 - Knattspyrna drengjaÍ gær lék U-15 landsliða drengja í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína. Leikið var á móti ríkjandi Asíumeisturum í þessum aldursflokki, liði Suður-Kóreu og var ljóst að erfiðan leik yrði að ræða. Lið Suður-Kóreu er mjög vel skipulagt og þar eru einstaklingar sem búa yfir góðri tækni og miklum hraða.
Nánar ...
22.08.2014

Ísland leikur við Suður Kóreu þann 24. ágúst

Leikur Perú og Hondúras í gær þann 21. ágúst, endaði 3:1 fyrir Perú. Þá eru úrslitin í riðlinum sú að Perú er í fyrsta sæti, Ísland í öðru sæti og Hondúras í þriðja sæti. Í hinum riðlinum voru Cape Verde, Suður Kórea og Vanuatu. Suður Kórea vann riðilinn, Cape Verde var í öðru sæti og Vanuatu í þriðja sæti.
Nánar ...
22.08.2014

Sunneva synti 400m. skriðsund í dag

Sunneva synti 400m. skriðsund í dagSunneva Dögg Friðriksdóttir synti í annað sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hún keppti þá í 400m. skriðsundi og var á tímanum 4:32.75, eða 6.61sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Daniella van den Berg frá Aruba. Sunneva endaði þriðja í sínum riðli af sex sundmönnum.
Nánar ...
22.08.2014

Kristinn Þórarinsson synti á 2:07.53 í morgun

Kristinn Þórarinsson synti 200m. baksundið á 2:07.53 í morgun. Hann var áttundi í sínum riðli, af átta sundmönnum, og 6.79sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Rússanum Evgeny Rylov. Kínverjinn Li Guangyuan vann 200m. baksundið í úrslitum á tímanum 1:56.94.
Nánar ...