Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

22.10.2018

Myndasíða ÍSÍ

Myndasíða ÍSÍÁ myndasíðu ÍSÍ má finna skemmtilegar myndir frá hinum ýmsu viðburðum. Unnið er að því að koma myndasafni ÍSÍ inn á myndasíðuna. Til gamans má geta þess að nú hafa verið settar inn eldri myndir á síðuna sem tengjast Ólympíuleikum. Sjá má myndirnar hér. Ábendingar um innihald myndanna eru vel þegnar, en senda má ábendingar á netfangið ragna@isi.is.
Nánar ...
19.10.2018

Ólympíustöðin sýnir frá íþróttaviðburðum

Ólympíustöðin sýnir frá íþróttaviðburðumÓlympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum, er með nýjustu fréttir og býður upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri. Á Ólympíustöðinni geta notendur upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er. Hægt er að horfa á Ólympíustöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, Facebook, Instagram, Twitter og YouTube. Hér má sjá næstu viðburði sem hægt er að fylgjast með.
Nánar ...
18.10.2018

YOG: Leikum slitið

YOG: Leikum slitiðÓlympíuleikum ungmenna - þeim þriðju frá upphafi - var slitið fyrr í kvöld í Ólympíuþorpinu í Buenos Aires. Fánaberi fyrir Íslands hönd við lokaathöfnina var Ingvar Andri Magnússon keppandi í golfi.
Nánar ...
18.10.2018

Lárus Ástmar endurkjörinn formaður LH

Lárus Ástmar endurkjörinn formaður LHLandssamband Hestamannafélaga hélt Landsþing sitt dagana 12. og 13. október sl. í Giljaskóla á Akureyri. Vel var mætt á þingið og gengu þingstörf vel fyrir sig. Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn voru kjörin Ólafur Þórisson, Ágúst Hafsteinsson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen.
Nánar ...
18.10.2018

Heiðurshöll ÍSÍ

Heiðurshöll ÍSÍ Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu.
Nánar ...
17.10.2018

Sýnum karakter - myndbönd frá ráðstefnum

Sýnum karakter - myndbönd frá ráðstefnumMörg áhugaverð og fræðandi myndbönd má sjá á Youtube-síðu Sýnum karakter. Þar má meðal annars sjá upptökur af tveimur ráðstefnum sem haldnar voru í tengslum við verkefnið Sýnum karakter þar sem þjálfarar, afreksíþróttafólk og fleiri deila sinni reynslu úr íþróttaheiminum.
Nánar ...
16.10.2018

Höfuðáverkar í íþróttum

Höfuðáverkar í íþróttumÍþróttafólk verður oft fyrir höfuðáverkum bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa?
Nánar ...
15.10.2018

YOG: Níundi keppnisdagur

YOG: Níundi keppnisdagurÞá er næst síðasta keppnisdegi okkar fólks lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Í dag lauk parakeppni í golfi og seinni umferð í sleggjukasti kvenna fór fram.
Nánar ...
15.10.2018

Buenos Aires 2018 - Ólympíurásin

Buenos Aires 2018 - ÓlympíurásinÓlympíurásin sendir út frá Ólympíuleikum ungmenna á netinu. Auk beinna útsendinga eru samantektarþættir og í einum slíkum er fyrra hlaup Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur í 200m hlaupi.
Nánar ...
15.10.2018

Til fyrirmyndar

Til fyrirmyndarFyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.
Nánar ...