Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

09.09.2019

#BeActive dagurinn

#BeActive dagurinnBeActive dagurinn fór fram í Laugardalnum 7. september sl. í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem fer fram 23. – 30. september. Það var mikið um að vera í Laugardalnum en gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Qigong, parkour, aquazumba, frjálsar íþróttir, frisbígolf, rathlaup, krikket, zumba, götuhokkí, sundknattleik, ruðning og handstöðu- og movement kennslu. Leikhópurinn Lotta skemmti yngstu kynslóðinni og Húlladúllan kenndi ungum og öldnum að húlla.​ Coca-Cola European Partners Ísland ehf gaf topp.
Nánar ...
09.09.2019

ÍSÍ fréttir - September 2019

ÍSÍ fréttir - September 2019Í dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Konur eru áberandi í blaðinu að þessu sinni, en í blaðinu má lesa viðtöl við íslenskar afreksíþróttakonur og Ólympíufara og afreksíþróttakonu sem gegna stjórnarstörfum í dag. Íslenskt afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 segir frá lífi sínu þessa dagana þegar að allt er lagt undir til þess að ná inn á leikana. Farið er yfir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og stórafmæli hlaupsins í ár, ásamt þeim fræðsluverkefnum sem næst eru á dagskrá hjá ÍSÍ. Ýmislegt fleira er í blaðinu sem gaman er að skoða.
Nánar ...
06.09.2019

#BeActive dagurinn á morgun

#BeActive dagurinn á morgunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur í annað sinn #BeActive daginn í Laugardalnum á morgun laugardaginn 7. september, frá kl. 10-16. Það verður mikið um að vera í Laugardalnum þennan dag en ásamt ýmsum viðburðum á #BeActive daginn þá spilar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við Moldóvu kl. 16. Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið og boðið verður upp á Topp og Kvennahlaup ásamt fleiri glaðningum. Það er því tilvalið að kíkja í Laugardalinn á morgun og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Búið er að færa mikið af viðburðum inn, þannig að veðrið ætti ekki að hafa áhrif.
Nánar ...
03.09.2019

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknum

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknumStyrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Nánar ...
02.09.2019

Göngum í skólann 2019

Göngum í skólann 2019Göngum í skólann 2019 verður sett hátíðlega miðvikudaginn 4. september í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Þetta er í 13. sinn sem verkefnið er sett hér á landi.
Nánar ...
02.09.2019

Haustfjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ

Haustfjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍHaustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 23. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
30.08.2019

Nýnemakynning HÍ

Nýnemakynning HÍÍSÍ var þátttakandi í nýnemaviku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og tók á móti hópi nýnema.
Nánar ...
28.08.2019

Góð mæting á vinnustofu Chris

Góð mæting á vinnustofu ChrisÍ gærkvöldi fór fram vinnustofan Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? í Háskólanum í Reykjavík sem ætluð var foreldrum barna í íþróttum. Chris Harwood prófessor í íþróttasálfræði við háskólann í Loughborough stýrði vinnustofunni en hún var haldin í samvinnu Háskólans í Reykjavík (HR), Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ).
Nánar ...
28.08.2019

Opið fyrir skráningar í Göngum í skólann

Opið fyrir skráningar í Göngum í skólannOpið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2019 og hefur skráning skóla farið vel af stað. 37 skólar hafa nú þegar skráð sig. Hægt verður að skrá sig til leiks meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október næstkomandi. Þeir skólar sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann þurfa að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Göngum í skólann undir „skráning.“ Ekkert kostar að skrá sig en tilgreina þarf nafn skóla og tengiliðs ásamt stuttri lýsingu á hvað viðkomandi skóli ætlar að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum.
Nánar ...
27.08.2019

Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? fer fram í kvöld

Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? fer fram í kvöldHvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? er vinnustofa fyrir foreldra barna og unglinga sem fer fram þann 27. ágúst nk. kl.20-22 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Chris Harwood, prófessor í íþróttasálfræði við háskólann í Loughborough, mun fjalla um hvernig hægt er að hafa jákvæði áhrif á sálfræðilega og félagslega hæfni barna og unglinga í íþróttum.
Nánar ...
26.08.2019

Sýnum karakter ráðstefna og vinnustofa

Sýnum karakter ráðstefna og vinnustofaLaugardaginn 5. október fer fjórða Sýnum karakter ráðstefnan fram í Háskólanum í Reykjavík þar sem André Lachance verður einn af fyrirlesurum. André hefur unnið með Hafnaboltasambandi Kanada síðan 2001 í þróunarmálum og þjálfaramenntun og sem þjálfari kvennalandsliðs Kanada. Að auki er hann prófessor við Háskólann í Ottawa og heldur fyrirlestra og vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur á síðastliðnu ári bæði haldið vinnustofur fyrir Íþróttasamband Svíþjóðar (RF) og Danmerkur (DIF).Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag búið til eða eyðilagt karakter?“ Nánari dagskrá kemur innan tíðar.
Nánar ...