Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

28.10.2019

Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í VestmannaeyjumÞað er ánægjuleg frétt fyrir íþróttahreyfinguna að frá haustönn 2020 verði hægt að nema íþróttafræði á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Í dag undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, samning þess efnis, en námið er fjarnám úr Háskólanum í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði.
Nánar ...
28.10.2019

Aðalfundur EOC 2019

Aðalfundur EOC 2019Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hélt aðalfund sinn um helgina í Varsjá í Póllandi. Fundurinn var hinn glæsilegasti en Ólympíunefnd Póllands hélt upp á 100 ára afmæli sitt við sama tækifæri með glæsilegri dagskrá.
Nánar ...
25.10.2019

Fundur með fulltrúum Akureyrarbæjar, ÍBA og VMÍ

Fundur með fulltrúum Akureyrarbæjar, ÍBA og VMÍFramkvæmdastjórn ÍSÍ fundaði í vikunni með fulltrúum Akureyrarbæjar, Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands (VMÍ). Fundað var í fundaraðstöðu í Íþróttahöllinni við Skólastíg á Akureyri.
Nánar ...
25.10.2019

Tveir áratugir á Akureyri

Tveir áratugir á AkureyriÞann 1. september síðastliðinn​ voru 20 ár síðan skrifstofa ÍSÍ á Akureyri var sett á laggirnar. Skrifstofan var lengi vel við Glerárgötuna en flutti svo í nýtt og rúmbetra húsnæði á síðasta ári í Íþróttahöllinni við Skólastíg.
Nánar ...
25.10.2019

Íþróttir barna og unglinga

Íþróttir barna og unglingaÍþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en um 12 ára aldur stunda rúmlega átta af hverjum tíu börnum íþróttir með íþróttafélagi. Margar ólíkar íþróttagreinar eru í boði og ættu öll börn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á Íþróttaþingi árið 1996 var samþykkt stefna í íþróttum barna og unglinga og frá þeim tíma hafa orðið töluverðar breytingar í íþróttaumhverfi barna. Síðan þá hafa sérsamböndin aðlagað og einfaldað keppnisfyrirkomulag í íþróttum barna, fækkað leikmönnum í liðum, minnkað mörk og dregið verulega úr mikilvægi úrslita með því að tilkynna síður úrslit í yngstu aldurshópunum. Samhliða þessum breytingum hefur þátttaka aukist verulega, fjölbreytni er meiri og börn byrja fyrr að stunda íþróttir með íþróttafélögum en áður. Þá er þátttaka foreldra í íþróttum barna mun meiri og væri íþróttastarfið í þeirri mynd sem það er í dag nær ómögulegt án aðkomu þeirra. Menntun þjálfara hefur aukist og aðstaða til íþróttaiðkunar stórbatnað.
Nánar ...
24.10.2019

Vertu með! Sport For All!

Vertu með! Sport For All!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.
Nánar ...
22.10.2019

Merki Ólympíuleikanna í París 2024

Merki Ólympíuleikanna í París 2024Í gær birti skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í París í Frakklandi merki Ólympíuleikanna 2024 og Ólympíumóts fatlaðra 2024. Athöfnin fór fram í París, en um 700 hlauparar hlupu mismunandi leiðir í kringum miðpunkt Parísar og mynduðu útlínur nýja merkisins. Merkið var síðan sýnt í heild sinni á risastórum skjá í kvikmyndahúsinu Grand Rex Cinema í París kl.20.24. Í fyrsta skipti í sögunni er sama merki notað fyrir Ólympíuleika og Ólympíumót fatlaðra. Merkið sameinar þrjú þekkt tákn sem tengjast íþróttum, Ólympíuleikunum og Frakklandi, þ.e. gullverðlaunapening, ólympíueldinn og Marianne. Marianne er holdgervingur gilda franska lýðveldisins sem talin eru í kjörorðum landsins; „Frelsi, jafnrétti, bræðralag“. Hún er mikilvægt tákn lýðveldishyggju, frjálslyndis og lýðræðis í Frakklandi. Myndir af Marianne hafa birst á ýmsum opinberum skjölum, frímerkjum og myntum í Frakklandi og þótti skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í París við hæfi að tengja Marianne við merki leikanna.
Nánar ...
21.10.2019

Torfi Einarsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Torfi Einarsson sæmdur Gullmerki ÍSÍKnattspyrnufélagið Hörður fagnar100 ára afmæli félagsins á þessu ári. Stofnfundur félagsins var haldinn 27. maí 1919 í Sundstræti 41 og voru stofnendur tólf ungir Ísfirðingar. Þeir höfðu allir áður starfað í Fótboltafélagi Ísafjarðar, sem stofnað var 1914 var starfandi í tíu ár.
Nánar ...
18.10.2019

Lárus og Líney á ársþingi Heimssambands Ólympíunefnda

Lárus og Líney á ársþingi Heimssambands ÓlympíunefndaÁrsþing Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC) fer fram í Doha í Katar í gær og í dag. Fyrir utan hefðbundna dagskrárliði verða fluttar stöðuskýrslur vegna ólympískra verkefna sem eru nýafstaðin og þeirra sem framundan eru. Ber þar hæst Vetrarólympíuleika ungmenna í Lausanne og Sumarólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.
Nánar ...
17.10.2019

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins í vor og stefnir þ.a.l. að því að aðildarfélögin verði Fyrirmyndarfélög. Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga stefnir að því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri fundaði með stjórn og framkvæmdastjóra félagsins miðvikudaginn 16. október síðastliðinn og fór yfir vinnuna framundan. Félagið býður upp á fjölþættan íþróttaskóla fyrir iðkendur 6-9 ára fjórum sinnum í viku og er það gert í samfellu við skólastarf. Félagið býður svo upp á íþróttaæfingar í mörgum íþróttagreinum fyrir aldurinn þar á eftir og uppúr s.s. í knattspyrnu, sundi, körfuknattleik, blaki, fimleikum, badminton og frjálsíþróttum.
Nánar ...
17.10.2019

Ábyrgð í félagsstarfi

Ábyrgð í félagsstarfiÍ ritinu Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga er gerð grein fyrir þeim lagaramma sem við á í félags- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni á Íslandi og þeim aðgæslu- og eftirlitsskyldum sem hvíla á þeim sem hafa umsjón með börnum. Í ritinu kemur einnig fram hverjir teljast starfsmenn í félags- og tómstundastarfi og hlutverki foreldra lýst í því sambandi. Einnig er talað um möguleika á tryggingum, frítímaslysatryggingum, sem foreldrar taka fyrir börn sín (hluti af fjölskyldutryggingu), ábyrgðartryggingu þeirra sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi, frítímaslysatryggingu barna sem sveitarfélögin eru með og fjölskyldutryggingu foreldra en í þeim felst ábyrgðartrygging. Ritið er gefið út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2012 og höfundur þess er Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor í HR. Ritið má sjá á issuu-síðu ÍSÍ hér fyrir neðan.
Nánar ...
17.10.2019

Vefsíða Sýnum karakter

Vefsíða Sýnum karakterÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Ísland standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Reglulega skrifa gestir pistla á síðuna og deila þannig sinni reynslu úr íþróttaheiminum. Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu. Á vefsíðu Sýnum karakter eru nú þegar hinar ýmsu greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun.
Nánar ...