Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

27.02.2020

Landslið kvenna í íshokkí tekur yfir Instagram ÍSÍ

Landslið kvenna í íshokkí tekur yfir Instagram ÍSÍHeimsmeistaramót kvenna í íshokkí, 2020 IIHF Women´s World Championship Div IIb, hófst sunnudaginn 23. febrúar sl. í Skautahöllinni á Akureyri. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Ástralía, Króatía, Úkraína, Nýja Sjáland og Tyrkland. Ísland hefur nú þegar keppt við Ástralíu, Nýja Sjáland og Tyrkland. Í kvöld kl. 20:00 keppir Ísland við Króatíu og síðasti leikur Íslands fer fram laugardaginn 29. febrúar kl. 17:00. Það er einmitt þann dag, laugardaginn 29. febrúar, sem kvennalandslið Íslands í íshokkí ætlar að taka yfir Instagram Story á Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland. Þær munu sýna okkur hinum hvernig dagur í lífi landsliðsins er, þegar þær taka þátt á stórmóti, með því að hlaða inn myndum og myndböndum á Instagram Stories.
Nánar ...
27.02.2020

47. Siglingaþing SÍL - Ný sjtórn

47. Siglingaþing SÍL - Ný sjtórn47. Siglingaþing Siglingasambands Íslands (SÍL) fór fram þann 22. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrir þinginu lágu hefðbundin þingstörf og mættu fulltrúar siglingafélaganna til að fara yfir mótaskrá og fjármál sambandsins auk þess að velja því nýja stjórn.
Nánar ...
25.02.2020

Langar þig til Grikklands?

Langar þig til Grikklands?Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Alþjóðaólympíuakademíunnar (IOA) sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku. Á hverju sumri býður IOA ungum þátttakendum á aldrinum 20-35 ára að taka þátt í tveggja vikna námskeiði þar sem þau fá fræðslu um ólympismann og Ólympíuhreyfinguna.
Nánar ...
24.02.2020

5 mánuðir til Ólympíuleika 2020

5 mánuðir til Ólympíuleika 2020Nú eru fimm mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 24. júlí 2020. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 9. ágúst.
Nánar ...
24.02.2020

74. ársþing KSÍ

74. ársþing KSÍ74. ársþing Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fór fram þann 22. febrúar í Klifi, Ólafsvík. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa um afgreiðslu þeirra hér á vefsíðu KSÍ.
Nánar ...
23.02.2020

Lífshlaupið senn á enda

Lífshlaupið senn á endaLífshlaupið er enn í gangi og um að gera að skrá sína hreyfingu og vera með. Vinnustaðakeppninni lýkur á miðnætti á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar.
Nánar ...
21.02.2020

Einungis nokkrir dagar eftir af Lífshlaupinu

Einungis nokkrir dagar eftir af LífshlaupinuLífshlaupið er enn í gangi og um að gera að skrá sína hreyfingu og vera með. Vinnustaðakeppninni líkur á miðnætti þriðjudaginn 25. febrúar nk. Verið dugleg að skrá hreyfinguna ykkar, það er ekki hægt að breyta/bæta við eftir 25. febrúar. Munið að öll hreyfing hjálpar liðinu þó að fólk sé ekki að hreyfa sig á hverjum degi.
Nánar ...
19.02.2020

Íslenskt frjálsíþróttafólk í Bandaríkjunum

Íslenskt frjálsíþróttafólk í BandaríkjunumFjöldi íslensks frjálsíþróttafólks stundar nám og keppir fyrir bandaríska háskóla. Innanhúss tímabilið þar er nú í fullum gangi og er okkar fólk að gera flotta hluti. Margir hafa verið að bæta sín persónulegu met, aldursflokkamet og færast ofar á íslenska afrekalistanum.
Nánar ...
19.02.2020

Felix - Starfsskýrsluskil

Felix - Starfsskýrsluskil​Opnað hefur verið fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...