Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

08.01.2020

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍÍþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hlaut gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar föstudaginn 27. desember síðastliðinn, í Íþróttahúsinu við Strandgötu. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu hjá ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd eru Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH við afhendingu viðurkenningarinnar.
Nánar ...
04.01.2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020

Fimm dagar í setningu YOWG 2020Í dag eru 5 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn, þar sem kynjahlutfall er jafnt, 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
02.01.2020

Bannlisti WADA 2020

Bannlisti WADA 2020Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List) er endurskoðaður á hverju ári og tók ný útgáfa gildi 1. janúar sl. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt (á ensku) á helstu breytingum og viðbætum frá fyrra ári.
Nánar ...
01.01.2020

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt árÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2020 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...