Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

18.02.2022

Peking 2022 / Keppnisdagur hjá Snorra Einarssyni

Peking 2022 / Keppnisdagur hjá Snorra EinarssyniSnorri Einarsson mun keppa í 50 km skíðagöngu kl. 06:00 í fyrramálið að íslenskum tíma. Þetta er seinasta greinin hans á leikunum og er hann jafnframt seinasti íslenski keppandinn til að keppa á Vetrarólympíuleikunum í ár. Þessir leikar hafa verið ansi annasamir hjá Snorra.
Nánar ...
17.02.2022

Anna María Alfreðsdóttir keppir um brons á EM U21 í bogfimi

Anna María Alfreðsdóttir keppir um brons á EM U21 í bogfimiAnna María Alfreðsdóttir í íþróttafélaginu Akur vann sig upp í brons leikinn á Evrópumeistaramótinu í bogfimi. Fyrr í dag vann Anna í 8 manna úrslitum gegn Pil Munk Carlsen frá Danmörku á Evrópumeistaramótinu í bogfimi. Eftir spennandi leik var staðan 143-142 Önnu í hag og hélt hún því áfram í undanúrslit trissuboga kvenna U21.
Nánar ...
16.02.2022

Ungur liðsauki á EWYOF

Ungur liðsauki á EWYOFSigríður Dröfn Auðunsdóttir hefur verið valin til þess að fara sem liðsauki á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar EWYOF sem fer fram í Vuokatti í Finnlandi dagana 20.-25.mars
Nánar ...
14.02.2022

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021Hafsteinn Már Sigurðsson leikmaður í blakdeild Vestra var útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021 þann 14. janúar síðastliðinn. Hafsteinn Már er fyrirliði blakdeildar Vestra, er einn af öflugustu leikmönnum í úrvalsdeildinni og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.
Nánar ...
11.02.2022

Hólmfríður Dóra í 32. sæti

Hólmfríður Dóra í 32. sætiHólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í nótt í risastórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Keppnin hófst kl. 03:00 í nótt að íslenskum tíma og var Hólmfríður Dóra nr. 39 í rásröðinni af 44 keppendum. Hún endaði í 32. sæti á tímanum 1:17,41 mín. en alls luku 42 keppendur keppni.
Nánar ...