Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

10.02.2022

Ráðning verkefnastjóra heilsueflingar eldra fólks

Ráðning verkefnastjóra heilsueflingar eldra fólksÁ síðastliðnu ári lagði félagsmálaráðuneytið fjármagn til Landssambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) í sameiginlegt verkefni þessara tveggja samtaka um heilsueflingu aldraðra. Í kjölfarið réðu LEB og ÍSÍ til sín sinn hvorn starfsmanninn, sem munu starfa sem verkefnastjórar heilsueflingar eldra fólks með aðsetur í höfuðstöðum ÍSÍ.
Nánar ...
09.02.2022

Valdimar Örnólfs 90 ára

Valdimar Örnólfs 90 áraValdimar Örnólfsson, Heiðursfélagi ÍSÍ er 90 ára í dag, 9. febrúar. Kristrún og Kristín, starfsmenn ÍSÍ, heimsóttu Valdimar í tilefni dagsins og færðu honum úlpu að gjöf frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ, í stíl við íslensku Ólympíufarana sem staddir eru á Vetrarólympíuleikunum í Peking þessa dagana.
Nánar ...
09.02.2022

Hólmfríði Dóru gekk vel í sviginu

Hólmfríði Dóru gekk vel í sviginuHólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í svigi í nótt á Yanqing keppnissvæðinu á Vetrarólympíuleikunum. Til keppni voru skráðir 88 keppendur og var Hólmfríður Dóra með rásnúmerið 62. Hún skíðaði fyrri ferðina á 57,39 sek. og var þá í 43. sæti en vann sig svo upp um fimm sæti í seinni ferðinni sem var hraðari en sú fyrri eða 56,48 sek.
Nánar ...
09.02.2022

Skráðu þig í Lífshlaupið! Allir með!

Skráðu þig í Lífshlaupið! Allir með!Nú er vika liðin af Lífshlaupinu og vert að minna á að enn er hægt að skrá sig til leiks. Við hvetjum alla til að vera með og þeir sem þegar hafa skráð sig mega gjarnan hvetja aðra í kringum sig til að gera slíkt hið sama.
Nánar ...
09.02.2022

Forseti ÍSÍ fylgist með keppni íslenska hópsins

Forseti ÍSÍ fylgist með keppni íslenska hópsinsLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ er á Vetrarólympíuleikunum í Peking ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur ráðgjafa og Bjarna Theódór Bjarnasyni formanni Skíðasambands Íslands, að fylgjast með íslensku keppendunum á leikunum. Samkvæmt Lárusi eru aðstæður í Kína góðar og mannvirkin sem byggð voru fyrir leikana glæsileg.
Nánar ...
08.02.2022

Hólmfríður Dóra keppir í svigi í nótt

Hólmfríður Dóra keppir í svigi í nóttHólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í svigi í Yanqing í nótt á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þetta er önnur keppnisgrein hennar á leikunum en hún keppti einnig í stórsvigi 7. febrúar sl.
Nánar ...
06.02.2022

Keppni í stórsvigi flýtt

Keppni í stórsvigi flýttMánudaginn 7. febrúar verður keppt í stórsvigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er meðal keppenda og er með rásnúmer 61 af 82 keppendum sem skráðir eru til leiks.​
Nánar ...
06.02.2022

Snorri Einarsson í 29. sæti í 30 km skiptigöngu

Snorri Einarsson í 29. sæti í 30 km skiptigönguSnorri Einarsson steig fyrstur Íslendinganna á stokk á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í morgun. Hann keppti í sinni fyrstu grein, 30 kílómetra skiptigöngu. Snorri varð í 29. sæti sem er besti árangur íslensk keppanda í skíðagöngu á Ólympíuleikum.
Nánar ...