Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

21.01.2014

Breyting á dagskrá afreksíþróttaráðstefnunnar 22. janúar

Vegna mikils áhuga á leik Íslands og Danmerkur á EM í handbolta hefur dagskrá afreksíþróttaráðstefnunnar á morgun verið breytt og hefst hún klukkan 16:30 í stað 17:00. Þá hefur niðurröðun fyrirlestra einnig breyst. Vonum við að breytingarnar komi ekki að sök og mælist vel fyrir.
Nánar ...
17.01.2014

500 dagar til stefnu

500 dagar til stefnuÍ dag, föstudaginn 17. janúar, eru 500 dagar þar til 16. Smáþjóðaleikarnir verða settir í Laugardalnum í Reykjavík. Í tilefni dagsins hefur fyrsta fréttabréf leikanna nú litið dagsins ljós en innihald þess er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því er það á ensku.
Nánar ...
16.01.2014

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir

Það verður líf og fjör dagana 17.-26. janúar hér í borginni þegar Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í sjöunda sinn. Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, standa að leikunum.
Nánar ...
15.01.2014

Vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Vorfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst í febrúar eins og ungdanfarin ár. Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 17. febrúar og nám á 2. og 3. stigi hefst mánudaginn 24. febrúar. Sérstök athygli er vakin á því að nám á 3. stigi er nú í fyrsta sinn í boði hjá ÍSÍ. Fjölmargir þjálfarar hafa útskrifast af 2. stigi undanfarin og hafa því möguleika nú á að halda áfram námi og auka við réttindi sín.
Nánar ...
14.01.2014

Lífshlaupið

Nú er hægt að skrá sig til leiks í vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins. Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 5. febrúar. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er hægt að nálgast hér eða á lifshlaupid.is Hægt að skrá sig í einstaklingskeppnina hvenær sem er og halda utan um sína hreyfingu á vef Lífshlaupsins allt árið. Nýtt Lífshlaupsár hefst 5. febrúar 2014 og stendur til 3. febrúar 2015.
Nánar ...
09.01.2014

Ferðasjóður íþróttafélaga

Nú fer að styttast í að frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga renni út. Hægt verður að skila umsóknum til miðnættis á morgun, 10. janúar 2014. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.
Nánar ...
07.01.2014

Undirritun samstarfssamninga til 2016

Undirritun samstarfssamninga til 2016Þann 28. desember síðastliðinn voru undirritaðir samstarfssamningar á milli ÍSÍ og þeirra fjögurra fyrirtækja sem staðið hafa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ undanfarin ár.
Nánar ...
06.01.2014

Kristín Rós í Heiðurshöll ÍSÍ

Kristín Rós í Heiðurshöll ÍSÍÞann 28. desember sl. var Kristín Rós Hákonardóttir sundkona útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ. Kristín Rós Hákonardóttir er fædd 18. júlí 1973. Hún hefur verið lömuð frá því hún var 18 mánaða en þá fékk hún vírus sem gerði það að verkum að hún varð spastísk vinstra megin. Kristín Rós hóf ung að æfa sund árið 1982 hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og lauk keppnisferlinum 22 árum síðar.
Nánar ...
06.01.2014

Íþróttamaður ársins - Ávarp forseta ÍSÍ

Íþróttamaður ársins - Ávarp forseta ÍSÍÉg býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðar Íþróttamanns ársins – sem nú er haldin í 19. sinn í samstarfi við Samtök íþróttafréttamanna. Vil ég færa þeim þakkir fyrir gott samstarf og einnig RÚV sem sér um sviðsmynd og útsendingar frá hátíðinni.
Nánar ...
06.01.2014

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVHÍþróttamaður Ungmennasambands V-Húnvetninga 2013 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður hjá Hestamannafélaginu Þyt. Ísólfur hefur skipað sér í raðir fremstu hestamanna landsins á undanförnum árum og var hann sigursæll á árinu 2013.
Nánar ...