Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

11.12.2015

Íþróttahreyfingin með í að minnka mengun í heiminum

Íþróttahreyfingin með í að minnka mengun í heiminumNú fer fram ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í París, en hún hófst 30. nóvember og stendur til 11. desember. Fulltrúar frá Alþjóðaólympíunefndinni sitja ráðstefnuna, en áætlað er að um 45 þúsund fulltrúar hvaðanæva að mæti. Ráðstefnan er ein sú stærsta sem haldin hefur verið um loftslagsbreytingar.
Nánar ...
09.12.2015

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum

Næstkomandi þriðjudag 15. desember mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu. Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12 og stendur í um klukkustund.
Nánar ...
08.12.2015

Frestur til skila á umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga

Minnt er á að frestur til skila á umsóknum um styrk úr Ferðasjóði íþróttafélaga rennur út á miðnætti mánudaginn 11. janúar 2016. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki úr sjóðnum vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót ársins 2015.
Nánar ...
07.12.2015

Dagur sjálfboðaliðans

Dagur sjálfboðaliðansÁrlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan. Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu.
Nánar ...
03.12.2015

Kyndill Ólympíuleika ungmenna hefur för sína um Noreg

Kyndill Ólympíuleika ungmenna hefur för sína um NoregÞann 1. desember fór fram athöfn á Panathenaic leikvanginum í Aþenu í Grikklandi, en þá var kveikt á kyndli Ólympíuleika ungmenna. Leikarnir fara fram í Lillehammer í Noregi í febrúar 2016. Markar þetta upphafið að kyndilhlaupi sem fram fer um allan Noreg, en kyndillinn mun heimsækja öll 19 héruð Noregs, meðal annars til að vekja athygli á íþróttum ungmenna.​
Nánar ...