Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

11.05.2015

Arnar endurkjörinn formaður FSÍ

Arnar endurkjörinn formaður FSÍÁrsþing Fimleikasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 2. maí síðastliðinn. Þingforseti var Þórir Haraldsson og stýrði hann þinginu af röggsemi. Til þingsins voru mættir í kringum 70 þingfulltrúar af öllu landinu. Fyrir þinginu lágu 8 tillögur og 1 áskorun sem fjallað var um í nefndum og svo afgreiddar í kjölfarið.
Nánar ...
08.05.2015

Íslenskir þátttakendur á Evrópuleikum

Íslenskir þátttakendur á EvrópuleikumDagana 12. til 28. júní fara fyrstu Evrópuleikarnir fram í Bakú í Azerbaijan. Fyrstu Evrópuleikarnir verða án efa glæsilegur viðburður. Nú eignast Evrópa sína álfuleika, líkt og aðrar heimsálfur. Keppni stendur yfir í 17 daga og búist er við meira en 6000 íþróttamönnum frá Ólympíuþjóðum Evrópu. Keppt verður í 20 íþróttagreinum, þar á meðal í greinum sem ekki hefur verið keppt í áður á stórmóti sem þessu, t.d. 3x3 körfuknattleik
Nánar ...
07.05.2015

Ársþing og 70 ára afmælishátíð ÍBH

Ársþing og 70 ára afmælishátíð ÍBH49. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldið laugardaginn 25. apríl sl í félagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Þingið var vel sótt en alls mættu 61 fulltrúi aðildarfélaga ÍBH á þingið og voru vel virkir í þingstörfum. Jón A. Marinósson var kosinn fyrsti þingforseti og Guðmundur Haraldsson fyrsti ritari þingsins.
Nánar ...
05.05.2015

Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2015

Á morgun miðvikudaginn 6. maí verður setningarhátíð Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 8:30. Þátttakendur í Hjólað í vinnuna eru hvattir til þess að hjóla við áður en haldið er til vinnu og þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp. Eftir ávörpin munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.
Nánar ...
01.05.2015

Einn mánuður til Smáþjóðaleika

Einn mánuður til SmáþjóðaleikaÍ dag er einn mánuður þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík og nágrenni. Að því tilefni er síðasta kynningarmynd Smáþjóðaleikanna 2015 birt, til viðbótar við þær ellefu myndir sem nú þegar hafa verið birtar úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“.
Nánar ...