Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

14.11.2016

Sýnum karakter - Ávarp forseta

Sýnum karakter - Ávarp forsetaUndanfarin ár hefur umræðan um íþróttir á Íslandi að miklu leyti snúist um góðan árangur íslensks afeksíþróttafólks. Allir eru sammála um að til þess að ná langt í íþróttum þurfi margir þættir að vinna saman og umgjörðin um íþróttafólkið þurfi að vera styrk, bæði faglega og félagslega.
Nánar ...
14.11.2016

Formannafundur 2016

Formannafundur 2016Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn í dag, föstudaginn 11. nóvember, í Laugardalshöllinni. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
14.11.2016

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÁ föstudaginn sl. kom út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Blaðið er bæði hægt að nálgast prentað og rafrænt í þetta skiptið.
Nánar ...
11.11.2016

Formannafundur ÍSÍ í dag

Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, 11. nóvember kl. 15:30. Formannafundur ÍSÍ er ráðgefandi fundur sem formenn sérsambanda ÍSÍ og héraðssambanda/íþróttabandalaga ÍSÍ sækja, ásamt framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Nánar ...
10.11.2016

Framhaldsskólanemar í heimsókn

Framhaldsskólanemar í heimsóknÍ vikunni kom hópur nema í íþróttafræðiáfanga í FG í heimsókn til ÍSÍ til að fræðast um uppbyggingu ÍSÍ og helstu viðfangsefni sem starfsmenn skrifstofunnar eru að vinna að.
Nánar ...
09.11.2016

Afhjúpun minnisvarða um afrek Vilhjálms

Afhjúpun minnisvarða um afrek VilhjálmsÞann 5. nóvember sl. var minnisvarði um afrek Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956 afhjúpaður með athöfn. Minnisvarðinn ber heitið „Silfurstökkið “og var reistur á flötinni fyrir framan Vilhjálmsvöll að því tilefni að þann 27. nóvember nk. verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.25 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne. Þetta stökk var nýtt Ólympíumet sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16.35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammistaða hjá Vilhjálmi og er hann eini íslenski einstaklingurinn sem hefur náð öðru sæti í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum. Minnisvarðinn sýnir í fullri stærð lengd stökksins.
Nánar ...
08.11.2016

Styrkir Ólympíusamhjálparinnar vegna PyeongChang 2018

Styrkir Ólympíusamhjálparinnar vegna PyeongChang 2018Ólympíusamhjálpin hefur úthlutað undirbúningsstyrkjum vegna Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018, en næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Kóreu í febrúar 2018. Skíðasamband Íslands hlaut styrki vegna sjö skíðamanna og er um að ræða styrki í allt að 16 mánuði, eða frá byrjun nóvember 2016 fram að lokum febrúar 2018. Styrkirnir nema rúmlega 1.000 bandaríkjadölum (USD) á mánuði vegna hvers þeirra auk þess sem að ferðastyrkur að upphæð 5.000 bandaríkjadölum (USD) stendur hverjum þeirra til boða á tímabilinu.
Nánar ...
07.11.2016

Vefsíðan Sýnum karakter

Vefsíðan Sýnum karakterÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Vefsíðan er aðallega ætluð þjálfurum og íþróttafélögum.
Nánar ...
03.11.2016

Heimsókn forseta ÍSÍ til ÍBH

Heimsókn forseta ÍSÍ til ÍBHLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti heimsóttu Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og starfssvæði þess síðastliðinn þriðjudag. Fulltrúar frá tíu íþróttafélagum í Hafnarfirði, fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ, ásamt formanni og framkvæmdastjóra ÍBH tóku á móti fulltrúum ÍSÍ.
Nánar ...
03.11.2016

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

Nýr samningur við Flugfélag ÍslandsÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið, sem nýst hefur íþróttahreyfingunni á landsvísu. Á því verður engin breyting á næstunni því að ÍSÍ og FÍ hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna, sem gilda mun í eitt ár.
Nánar ...