Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

18.04.2016

Irina Sazonova með þátttökurétt á Ólympíuleikana í Ríó

Irina Sazonova með þátttökurétt á Ólympíuleikana í RíóFimleikakonan Irina Sazonova úr Ármanni tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á úrtökumóti sem fram fór í sömu borg um helgina. Irina sem varð í 39. sæti á úrtökumótinu með 52.931 stig er þar með fyrsta íslenska konan sem öðlast hefur keppnisrétt á Ólympíuleikum í fimleikum.
Nánar ...
15.04.2016

GKG fyrirmyndarfélag ÍSÍ

GKG fyrirmyndarfélag ÍSÍGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ laugardaginn 9. apríl síðastliðinn. Þann dag fékk félagið einnig afhenta nýja og glæsilega félagsaðstöðu við Vífilsstaði í Garðabæ.
Nánar ...
15.04.2016

Guðjón Ingi sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Guðjón Ingi sæmdur Gullmerki ÍSÍÁrsþing Skylmingasambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 13. apríl síðastliðinn. Formaður sambandsins, Guðjón Ingi Gestsson,setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna en alls sóttu þingið 16 fulltrúar frá þremur aðildarfélögum. Hann flutti síðan skýrslu stjórnar og minnti á að tíu ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Framkvæmdastjóri sambandsins, Nikolay Ivanov Mateev flutti endurskoðaða reikninga sambandsins en rekstrarniðurstaða sambandsins hefur verið jákvæð undanfarin ár.
Nánar ...
14.04.2016

Nýjung í þingstörfum á þingi UÍA

Nýjung í þingstörfum á þingi UÍAÁrsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands var haldið í Miklagarði á Vopnafirði 9. apríl síðastliðinn. ​Karlakór Vopnafjarðar söng við setningu þingsins sem 43 þingfulltrúar frá félögum af UÍA svæðinu sóttu. Þingið einkenndist af virkri þátttöku þingfulltrúa og líflegum umræðum en í stað hefðbundins nefndafyrirkomulags þá var umræðuvettvangur (World Café) nýttur til að skapa hugarflæði og gefa þingfulltrúum frekari kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
Nánar ...
12.04.2016

Gott ársþing USVH

Gott ársþing USVHUngmennasamband Vestur Húnvetninga hélt 75. ársþing sitt í félagsheimilinu á Hvammstanga mánudaginn 11. apríl síðastliðinn. Þingið gekk vel fyrir sig og var vel stjórnað af þingforsetanum Guðmundi Hauki Sigurðssyni. 29 fulltrúar voru mættir til þings af 40 sem rétt áttu til setu.
Nánar ...
11.04.2016

Kaffisamsæti SÍÓ 14. apríl

Stjórn Samtaka íslenskra ólympíufara (SÍÓ) býður öllum ólympíuförum; keppendum, þjálfurum flokkstjórum, læknum, o.fl. til kaffisamsætis n.k. fimmtudag 14. apríl.
Nánar ...
11.04.2016

Starfsskýrslum þarf að skila fyrir 15. apríl

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi. Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Vegna umfangsmikilla endurbóta sem nú standa yfir á félagakerfinu er mikilvægt að starfsskýrsluskil verði kláruð tímanlega að þessu sinni svo hægt sé að hefja undirbúning að innleiðingu á uppfærslunum í sumar.
Nánar ...
04.04.2016

Haukur endurkjörinn formaður TKÍ

Haukur endurkjörinn formaður TKÍÁrsþing Taekwondosambands Íslands (TKÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 17. mars síðastliðinn. Haukur Skúlason var endurkjörinn til tveggja ára og Eduardo Rodriguez og Jón Oddur Guðmundsson voru kjörnir stjórnarmenn til tveggja ára. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var kjörinn stjórnarmaður til eins árs og Andri Geir Nielsson heldur áfram sem meðstjórnandi sitt síðara ár.
Nánar ...
01.04.2016

Valdemar Einarsson heiðraður á ársþingi USÚ

Valdemar Einarsson heiðraður á ársþingi USÚ83. ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts var haldið á Hótel Höfn 17. mars síðastliðinn. Þingið var ágætlega sótt. Samþykktar voru breytingar á lögum styrktar- og afrekssjóðs USÚ. Sveitarfélagið Hornafjörður mun leggja fjármagn í sjóðinn frá og með næstu áramótum og mun því sjóðurinn hafa umtalsvert meira fé til úthlutunar frá því sem verið hefur.
Nánar ...