Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

19.10.2017

Skotíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Skotíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍSkotíþróttasamband Íslands (STÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 4,2 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 3.850.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
19.10.2017

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍKarate er orðin Ólympíugrein og verður á dagskrá á næstu Ólympíuleikum í Tókýó 2020. Erlent mótahald tekur mið af því og því er mikilvægt að íslenskir keppendur taki þátt og öðlist enn frekari keppnisreynslu á erlendum mótum. Á árinu 2017 hefur sambandið tekið þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum, jafnt fyrir fullorðinna sem unglinga, en ljóst er að efla þarf enn frekar alþjóðlega þátttöku og árangur á stærri vettvangi ef sambandið ætlar sér að eiga keppanda á Ólympíuleikum í framtíðinni.
Nánar ...
19.10.2017

Vítamín í Val og Kraftur í KR

Vítamín í Val og Kraftur í KRTvö áhugaverð verkefni eru að hefja göngu sína í íþróttafélögunum Val og KR. Verkefnin bera heitin „Vítamín í Val“ og „Kraftur í KR“ og eru ætluð eldri borgurum í nágrenni við félögin.
Nánar ...
19.10.2017

Paralympic dagurinn 21. október

Paralympic dagurinn 21. októberParalympic-dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 21. október nk. frá kl. 11:00-13:00 í innilauginni í Laugardal og frá kl. 13:00-16:00 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Nánar ...
18.10.2017

Ísland fyrirmynd í forvarnarstarfi

Ísland fyrirmynd í forvarnarstarfiTólf manna sendinefnd frá Matanuska Susitna Borough í Alaska, átti fund með framkvæmdastjóra ÍSÍ og framkvæmdastjóra ÍBR í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Sendinefndin er hér á landi til að kynna sér hvernig staðið er að uppeldi barna- og unglinga og kynna sér forvarnarstarf hvers konar. Í Alaska og Matanuska Susitna Borough er mikil notkun vímuefna, há tíðni sjálfsvíga og mikið þunglyndi meðal ungmenna.
Nánar ...
18.10.2017

Keilusamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Keilusamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍKeilusamband Íslands (KLÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 1,1 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
17.10.2017

Netratleikur Forvarnardagsins

Netratleikur ForvarnardagsinsÍ netratleik Forvarnardagsins er ferðalag um vefsíður Skátanna, Ungmannafélags Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Finna þarf rétt svör og fræðast um starfsemi félaganna um leið. Allir geta fundið íþrótta- og tómstundastarf við sitt hæfi.
Nánar ...
17.10.2017

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálum

Kunnátta íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku.
Nánar ...
16.10.2017

Haukur endurkjörinn sem formaður UMFÍ

Haukur endurkjörinn sem formaður UMFÍ50. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands fór fram á Hótel Hallormsstað um síðastliðna helgi. Um 150 fulltrúar þeirra rúmlega 340 félaga sem aðild eiga að UMFÍ sóttu þingið ásamt ýmsum gestum. Verkefni þingsins voru m.a. að marka stefnu UMFÍ á komandi árum og afgreiða reikninga, fjárhagsáætlun og ýmsar tillögur sem lágu fyrir þinginu.
Nánar ...