Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

09.02.2017

1 ár til PyeongChang 2018

1 ár til PyeongChang 2018Í dag er eitt ár þar til ​XXIII Vetrarólympíuleikarnir fara fram í borginni PyeongChang í Suður Kóreu dagana 9. til 25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður Kórea heldur Ólympíuleika, en sumarleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Þetta verða þriðju Vetrarólympíuleikarnir í Asíu, en Japan hefur tvívegis haldið vetrarleika, Sapporo 1972 og Nagano 1998.
Nánar ...
08.02.2017

Nýr bæklingur - Átröskun og íþróttir

Út er kominn nýr bæklingur um átröskun og íþróttir, en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999. Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðunni bæði í pdf og issuu formi en einnig er hægt að nálgast hann í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.
Nánar ...
07.02.2017

Fundur aðalfararstjóra vegna PyeongChang 2018

Fundur aðalfararstjóra vegna PyeongChang 2018Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í PyeongChang í Suður Kóreu í febrúar 2018.​ Í síðustu viku fór fram fundur aðalfararstjóra Ólympíunefnda og sótti Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fundinn fyrir hönd ÍSÍ, en framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefndi hann í hlutverk aðalfararstjóra nýverið.
Nánar ...
03.02.2017

Margt að læra um góða stjórnunarhætti

Margt að læra um góða stjórnunarhættiÍ gær fór fram ráðstefnan „Góðir stjórnunarhættir – ólíkar leiðir að settu marki“ í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í samstarfi við HR og var hluti af WOW Reykjavik International Games 2017. Á ráðstefnunni deildu þrír erlendir fyrirlesarar reynslu sinni um stjórnunarhætti í íþróttaheiminum. Ráðstefnustjórinn Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, leysti það hlutverk afar vel úr hendi.​
Nánar ...
01.02.2017

Nýr starfsmaður ÍSÍ

Nýr starfsmaður ÍSÍÍSÍ hefur ráðið Magnús G. Þórarinsson til starfa sem verkefnastjóra á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Magnús er menntaður grunnskólakennari en hefur unnið við framkvæmdadeild hjá Félagsbústöðum hf. síðastliðin 15 ár. Magnús hóf störf hjá ÍSÍ í dag, 1. febrúar, og býður ÍSÍ hann hjartanlega velkominn til starfa.
Nánar ...
01.02.2017

Ráðstefnan Góðir stjórnunarhættir á morgun

Ráðstefnan Góðir stjórnunarhættir á morgunRáðstefnan „Góðir stjórnunarhættir – ólíkar leiðir að settu marki“ fer fram á morgun kl. 17:30 -20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin í tengslum við RIG. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa að ráðstefnunni í samstarfi við HR. Á ráðstefnunni munu þrír reyndir stjórnendur úr íþróttahreyfingunni, sem koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku, flytja fræðandi erindi um sína stjórnunarhætti.
Nánar ...
01.02.2017

Lífshlaupið fór af stað í morgun

Lífshlaupið fór af stað í morgunMikil gleði ríkti í íþróttahúsi Holtaskóla í morgun þegar Lífshlaupið var ræst í tíunda sinn. Við þetta tækifæri var verkefninu Heilsueflandi samfélag ýtt úr vör í Reykjanesbæ.
Nánar ...
01.02.2017

Lífshlaupið hefst í dag

Í dag, miðvikudaginn 1. febrúar kl: 09:00, verður Lífshlaupið ræst í tíunda sinn í Íþróttahúsi Holtaskóla, við Sunnubraut í Reykjanesbæ.
Nánar ...