Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

30.03.2017

Málstofan Veðjað á rangan hest

Málstofan Veðjað á rangan hestFöstudaginn 31. mars mun lagadeild HR standa fyrir málstofunni Veðjað á rangan hest um hagræðingu úrslita í íþróttum. Málstofan fer fram í stofu V101 og stendur frá 12:00-14:00. Kynntar verða niðurstöður tveggja rannsókna og svo munu sérfræðingar úr menntamála- og innanríkisráðuneytunum flytja erindi. Málstofunni lýkur með pallborði sem fyrirlesararnir taka þátt í ásamt þeim Líneyju Rut Halldóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ og Þorvaldi Ingimundarsyni KSÍ. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Nánar ...
29.03.2017

LA eða París 2024?

LA eða París 2024?100 meðlimir Alþjóðaólympíunefndarinnar munu kjósa á milli þess hvort leikarnir verða haldnir í Los Angeles eða París þegar nefndin mun funda í Líma í Perú 13. september 2017.
Nánar ...
28.03.2017

Tryggvi endurkjörinn formaður AKÍS

Tryggvi endurkjörinn formaður AKÍSÁrsþing Akstursíþróttasambands Íslands fór fram 18. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. ​ Tryggvi M. Þórðarson gaf áfram kost á sér sem formaður sambandsins og var hann sjálfkjörinn. Í stjórn sitja áfram Einar Gunnlaugsson, Sigurður Gunnar Sigurðsson, Jón Bjarni Jónsson, Ragnar Róbertsson og Helga Katrín Stefánsdóttir. Torfi Arnarson var auk þess kosinn í stjórn til tveggja ára.
Nánar ...
28.03.2017

Samtök íslenskra Ólympíufara

Samtök íslenskra Ólympíufara Stjórn Samtaka íslenskra Ólympíufara heldur reglulega stjórnarfundi í íþróttamiðstöðinni. Á síðasta fundi, í gær mánudaginn 27. mars, fékk stjórnin gest í heimsókn, hann Guðmund Gíslason fyrrverandi formann samtakanna. Hann var kallaður til þar sem stjórnin er að fjalla um nýtt verkefni sem snýr að söfnun ljósmynda og hreyfimynda frá félagsmönnum.
Nánar ...
28.03.2017

Kennsla á hjartastuðtæki

Kennsla á hjartastuðtækiÍ dag fór fram kennsla á hjartastuðtæki fyrir starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Sigríður Einarsdóttir, starfsmaður HealthCo,. sýndi þátttakendum hvernig nota á tækið í neyð.
Nánar ...
28.03.2017

Hlín heiðruð á ársþingi SSÍ

Hlín heiðruð á ársþingi SSÍÁrsþing Sundsambands Íslands (SSÍ) fór fram í fundarsal SÁÁ, Efstaleiti 7, dagana 24.-25. mars síðastliðinn. Þingstörf gengu vel og var mikill einhugur í þingfulltrúum við afgreiðslu tillagna. Kosið var í stjórn sambandsins en hana skipa: Hörður Oddfríðarson formaður, Björn Sigurðsson, Hilmar Örn Jónasson, Jón Hjaltason, Jóna Margrét Ólafsdóttir, Bjarney Guðbjörnsdóttir, Elsa María Guðmundsdóttir,
Nánar ...
27.03.2017

Glæsileg ráðstefna um stjórnun íþróttafélaga

Glæsileg ráðstefna um stjórnun íþróttafélagaRáðstefnan Að stjórna íþróttafélagi – Ekkert mál? fór fram í Öskju í Háskóla Íslands í dag. Aðgangur var ókeypis en færri komust að en vildu því uppselt var á ráðstefnuna. Um 150 manns voru skráðir og vegna aðsóknar þurfti að færa hana úr upprunalega auglýstu húsnæði í Odda yfir í Öskju eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Einhver forföll urðu þó á síðustu stundu þar sem ekki var flogið innanlands
Nánar ...
27.03.2017

Lyfjaeftirlit mikilvægt

Lyfjaeftirlit mikilvægtÓhætt er að segja að eitt heitasta umræðuefnið í íþróttaheiminum í dag sé um lyfjaeftirlit og lyfjamisnotkun. Alþjóðaólympíunefndinni og alþjóðasamböndum þess er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrundvelli og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Lyfjaeftirlit innan íþróttaheimsins hefur vaxið að umfangi á undanförnum árum og gegnir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin WADA forystuhlutverki í þessum málum.
Nánar ...
27.03.2017

Sveinn Áki sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Sveinn Áki sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍÁrsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Hótel Sögu laugardaginn 25. mars sl.​ Sveinn Áki Lúðvíksson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í embætti formanns sambandsins og var Þórður Árni Hjaltested, sem gegnt hefur embætti varaformanns undanfarin ár, kjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Nánar ...
24.03.2017

Haukur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Haukur sæmdur Silfurmerki ÍSÍÁrsþing Taekwondosambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 22. mars 2017. Fram kom á fundinum að fjárhagsstaða sambandsins er afar góð og hefur skapast tækifæri til að styrkja enn frekar umgjörð íþróttarinnar á Íslandi.
Nánar ...