Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

12.03.2018

Starfsamt ársþing UMSS

Starfsamt ársþing UMSSUngmennasamband Skagafjarðar hélt ársþing sitt í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 10. mars síðastliðinn. Þingfulltrúar voru alls 43 af 69 mögulegum og komu þeir frá 8 aðildarfélögum af 10. Þingforseti var Gunnar Sigurðsson sem stýrði þinginu af mikilli röggsemi. Arnrún Halla Arnórsdóttir gaf ekki kost á sér áfram til formannssetu og var Ingibjörg Klara Helgadóttir frá Ungmennafélaginu Smára kjörin í hennar stað. Með henni í stjórn eru þau Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Sigríður Fjóla Viktorsdóttir gjaldkeri, Þorvaldur Gröndal ritari og Sigmundur Jóhannesson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Arnrún Halla Arnórsdóttir, Jón Daníel Jónsson og Þórunn Eyjólfsdóttir.​
Nánar ...
12.03.2018

Vetrar-Paralympics settir með glæsibrag í Suður-Kóreu

Vetrar-Paralympics settir með glæsibrag í Suður-KóreuOpnunarhátíð Vetrar-Paralympics fór fram föstudaginn 9. mars sl. og var hátíðin sett með pompi og prakt í PyeongChang í Suður-Kóreu. Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi var fánaberi Íslands við athöfnina en hann er jafnframt eini keppandi Íslands á leikunum.
Nánar ...
11.03.2018

Ársþing HSK - Gullmerki ÍSÍ afhent

Ársþing HSK - Gullmerki ÍSÍ afhentUm 100 manns mættu á héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, sem haldið var í Þorlákshöfn 10. mars sl.. Á þinginu var lögð fram vegleg ársskýrsla um störf sambandsins á liðnu ári, ásamt því að í skýrslunni eru stutt yfirlit um störf aðildarfélaga sambandsins.
Nánar ...
08.03.2018

Íslenski keppnishópurinn boðinn velkominn

Íslenski keppnishópurinn boðinn velkominnÍslenski keppnishópurinn var í gær boðinn velkominn í Paralympic-þorpið á Vetrar-Paralympics sem nú standa yfir í PyeongChang í Suður-Kóreu. Eftir langt og strangt ferðalag voru þeir Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður, Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari og Einar Bjarnason aðstoðarþjálfari mættir við mótttökuathöfnina.
Nánar ...
08.03.2018

Metoo og börnin - Morgunverðarfundur

Metoo og börnin - MorgunverðarfundurNáum áttum, samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál, stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 14. mars nk. á Grand Hótel kl.08:15-10:00 sem ber heitið „Metoo og börnin - öryggi barna og ungmenna í tómstunda-, íþrótta- og æskulýðsstarfi“.
Nánar ...
08.03.2018

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dagTil stuðnings alþjóðlegum baráttudegi kvenna og ákalli til aðgerða eða #pressforprogress herferðinni birtir Alþjóðaólympíunefndin (IOC) í dag lykilniðurstöður jafnréttisrannsóknar (Gender Equality Review Project) sem framkvæmd var á þeirra vegum.
Nánar ...
07.03.2018

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2018

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2018Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram á dögunum í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum. Góð þátttaka var í Lífshlaupinu í ár en um 16.000 manns á öllum aldri voru virkir þátttakendur á 505 vinnustöðum, í 29 grunnskólum og 14 framhaldsskólum. Þá voru skráðar um 13 milljónir hreyfimínútna á keppnistímanum og yfir 166 þúsund dagar með lágmarksviðmiði sem verður að teljast gott miðað við veður í febrúar.
Nánar ...
06.03.2018

Svana Hrönn formaður GLÍ og Gullmerki ÍSÍ afhent

Svana Hrönn formaður GLÍ og Gullmerki ÍSÍ afhent54. ársþing Glímusambands Íslands fór fram 24. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ólafur Oddur Sigurðsson gaf ekki kost á sér sem formaður sambandsins eftir að hafa gegnt því embætti síðasta áratuginn. Tvö voru í framboði til formanns, þau Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Sigurjón Leifsson og hafði Svana Hrönn betur í kosningu til formanns.
Nánar ...
06.03.2018

Tæplega helmingur íþróttafólks treystir ekki á gagnsæi í íþróttum

Tæplega helmingur íþróttafólks treystir ekki á gagnsæi í íþróttum Í nóvember á síðasta ári fór fram sex vikna rafræn könnun á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) sem fjallaði um réttindi íþróttafólks. Hugmyndin er að til verði sáttmáli um réttindi íþróttafólks, í Alþjóðalyfjareglunum, en markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks.
Nánar ...
06.03.2018

Íþróttir fyrir fólk á besta aldri

Íþróttir fyrir fólk á besta aldriHermann Sigtryggsson, sem situr í nefndinni um íþróttir 60+, tók sig til nýverið og setti saman veggspjald úr bæklingnum „Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri“ sem hangir nú uppi í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri. Þannig geta þeir sem ganga þar framhjá nýtt sér þessar æfingar og teygjur.
Nánar ...
06.03.2018

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÍ dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu er farið yfir það helsta úr starfi ÍSÍ síðastliðnar vikur.
Nánar ...
05.03.2018

Gunnar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri UÍA

Gunnar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri UÍAStjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) hefur gengið frá ráðningu Gunnars Gunnarssonar sem nýs framkvæmdastjóra sambandsins. Hann tekur við starfinu af Ester S. Sigurðardóttur sem er nýr rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi.
Nánar ...