Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

20.06.2020

Nýr formaður USVH

Nýr formaður USVH79. Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) fór fram 15. júní sl. í félagsheimilinu á Hvammstanga.
Nánar ...
19.06.2020

Taktu þátt í Ólympíudeginum ásamt afreksíþróttafólki um heim allan

Taktu þátt í Ólympíudeginum ásamt afreksíþróttafólki um heim allanÞann 23. júní nk. er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Á deginum er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.
Nánar ...
19.06.2020

Þjálfaramenntun ÍSÍ hefst nk. mánudag

Þjálfaramenntun ÍSÍ hefst nk. mánudagSumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
19.06.2020

Frestur rennur út í dag

Frestur rennur út í dagÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) kallar eftir umsóknum frá íþrótta- og ungmennafélögum, íþróttahéruðum og sérsamböndum ÍSÍ sem hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna Covid-19. Er þar meðal annars verið að horfa til sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki gat orðið vegna Covid-19. Fresturinn til að skila inn umsóknum vegna sértækra aðgerða rennur út í dag, föstudaginn 19. júní.
Nánar ...
19.06.2020

Ársþing HSV

Ársþing HSVÁrsþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) fór fram á Ísafirði fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn.
Nánar ...
19.06.2020

Ársþing UDN

Ársþing UDN99. ársþing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldið 8. júní sl. í félagsheimilinu Staðarfelli. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ.
Nánar ...
18.06.2020

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Hreinlæti við íþróttaiðkunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti þrátt fyrir að vel gangi í baráttunni við Covid-19. ÍSÍ hefur látið útbúa veggspjöld, til þess að nota á netmiðlum eða til útprentunar, sem snúa að hreinlæti við íþróttaiðkun. Veggspjöldin hafa verið send á sambandsaðila ÍSÍ.
Nánar ...
16.06.2020

Ólympíudagurinn fer fram 23. júní

Ólympíudagurinn fer fram 23. júníÞann 23. júní nk. er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans.
Nánar ...
16.06.2020

Fræðsla fyrir íþróttafólk

Fræðsla fyrir íþróttafólkNalin Chaturvedi starfsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem vinnur við fræðsluvefmiðilinn Athletes 365 kynnti innihald miðilsins fyrir fulltrúum sérsambanda í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í gær. Vefurinn hefur að geyma ýmsa fræðslu fyrir íþróttafólk, þjálfara og aðra sem að íþróttafólkinu koma eins og t.d. fagteymi. Um er að ræða pistla, myndbönd og stutt námskeið og er allt efnið opið.
Nánar ...