Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

23.05.2019

Hreinn árangur - enginn afsláttur

Hreinn árangur - enginn afslátturHrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá, líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri, það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir.
Nánar ...
23.05.2019

Fyrirlestur á Akureyri um næringarfræði

Fyrirlestur á Akureyri um næringarfræðiÍ dag, þann 23. maí, kl. 17:30, mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur halda fyrirlestur um næringu og árangur í íþróttum í stóra sal Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn er í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttabandalags Akureyrar, Ungmennasambands Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri og íþróttadeildar Akureyrarbæjar og er hann ókeypis fyrir þátttakendur.
Nánar ...
23.05.2019

Vertu með - Minnum á fundinn í dag

Vertu með - Minnum á fundinn í dagÍ dag, fimmtudaginn 23. maí, standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir opnum viðburði um hvernig hægt er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Viðburðurinn fer fram kl. 15:30 – 16:45 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, í E-sal.
Nánar ...
22.05.2019

Þórarinn sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Þórarinn sæmdur Silfurmerki ÍSÍÁrsþing Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið að Hóli í Siglufirði þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn. Góð mæting var á þingið, alls voru 27 þingfulltrúar mættir af 34 mögulegum. Þingforseti var Sigurpáll Gunnarsson og stýrði hann þinginu af röggsemi. Þórarinn Hannesson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu og var Jónína Björnsdóttir kosin formaður í hans stað. Tillaga um breytingar á reglugerð um Verkefnasjóð UÍF var samþykkt á þinginu eftir talsverðar umræður. ÍSÍ veitti Þórarni Hannessyni fráfarandi formanni Silfurmerki ÍSÍ á þinginu en Þórarinn hefur auk formannsembættisins undanfarin ár verið mjög virkur í íþróttastarfinu innan UÍF og aðildarfélaga þess til fjölda ára. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
22.05.2019

Allur hópurinn sem fer til Svartfjallalands

Allur hópurinn sem fer til SvartfjallalandsNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Nú liggja fyrir tilnefningar allra sérsambanda, bæði í einstaklingsgreinum og hópgreinum. Lokaskráning gerir ráð fyrir að Ísland verði með 60 keppendur af hvoru kyni á leikunum. Auk þeirra munu 35 liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum. Níu sjúkraþjálfarar munu fylgja sérsamböndunum og átta íslenskir dómarar munu starfa á leikunum.
Nánar ...
22.05.2019

Viltu verða þjálfari?

Viltu verða þjálfari?Sumarfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
21.05.2019

6 dagar til Smáþjóðaleika

6 dagar til SmáþjóðaleikaÍ dag eru 6 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir í Svartfjallalandi. Skemmtilegt er frá því að segja að í þetta sinn sendir ÍSÍ 60 kvenkyns keppendur til leiks og 60 karlkyns keppendur. Samtals eru íslenskir þátttakendur 185.
Nánar ...
21.05.2019

Næring og árangur í íþróttum

Næring og árangur í íþróttumÞann 23. maí næstkomandi, kl. 17:30, mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur halda fyrirlestur um næringu og árangur í íþróttum í stóra sal Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn er í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttabandalags Akureyrar, Ungmennasambands Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri og íþróttadeildar Akureyrarbæjar og er hann ókeypis fyrir þátttakendur.
Nánar ...
21.05.2019

Vika eftir af verkefninu Hjólað í vinnuna

Vika eftir af verkefninu Hjólað í vinnunaSkráðir þátttakendur Hjólað í vinnuna eru nú 6091, sem er fjölgun um tæplega 1800 manns frá því árið 2018, og er mesta þátttaka frá því árið 2015 þegar 6824 voru skráðir til leiks.
Nánar ...
21.05.2019

Listhlaupadeild SR Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Listhlaupadeild SR Fyrirmyndarfélag ÍSÍListhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ á vorsýningu deildarinnar í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 19. maí sl. Það var Viðar Garðarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti deildinni viðurkenninguna á miðju skautasvellinu að viðstöddu miklu fjölmenni. Á myndinni má sjá iðkendurna Kötlu Karítas Yngvadóttur og Brynjar Ólafsson halda á fána fyrirmyndarfélaga og standandi frá vinstri eru þau Elísabet Jenný Hjálmarsdóttir og Anna Gígja Kristjánsdóttir úr stjórn Listhlaupadeildarinnar og Viðar Garðarsson ÍSÍ.
Nánar ...
20.05.2019

Dominiqua í framkvæmdastjórn ÍSÍ

Dominiqua í framkvæmdastjórn ÍSÍÁ Íþróttaþingi ÍSÍ 3. – 4. maí síðastliðinn urðu þau tímamót að þingfulltrúar samþykktu að Íþróttamannanefnd ÍSÍ fengi fulltrúa í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Nánar ...