Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

03.10.2013

Fjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun hefst 7. október!

Haustfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 7. október næstkomandi. Skráning hefur verið góð en enn eru laus pláss í námið sem er allt í fjarnámi og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Um að gera að skella sér í frábært nám sem gefur réttindi og þekkingu til að takast á við frábært starf við íþróttaþjálfun. Allar frekari upplýsingar gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.
Nánar ...
03.10.2013

Keppnin er hafin í Framhaldsskólakeppninni

Lífshlaup framhaldsskólanna hefst í dag, 3. október og stendur til og með 16. október. Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. Enn er hægt að skrá sig til leiks. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér eða inn á www.lifshlaupid.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir Lífshlaupi framhaldsskólanna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Embætti landlæknis í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar.
Nánar ...
01.10.2013

Lífshlaup framhaldsskólanna hefst 3. október

Lífshlaup framhaldsskólanna verður haldið í annað sinn dagana 3.-16. október. Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér eða inn á www.lifshlaupid.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir Lífshlaupi framhaldsskólanna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Embætti landlæknis í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar.
Nánar ...
27.09.2013

Úrslit Hjólum í skólann 2013

Úrslit Hjólum í skólann 2013Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 17 framhaldsskólar þátt, um 50% allra framhaldsskóla, með 2.357 þátttakendur. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað. Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá...
Nánar ...
25.09.2013

Hjólum í skólann lokið

Hjólum í skólann lokiðHjólum í skólann fór fram í fyrsta sinn dagana 16. – 20. september. 17 framhaldsskólar voru skráðir til leiks, tæplega 50% allra framhaldsskóla landins, með 2.357 nemendum og starfsmönnum. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparaðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað. Þess má geta að...
Nánar ...
20.09.2013

Erlendar ráðstefnur um afreksíþróttir

Á hverju ári fara fram fjölmargar ráðstefnur sem tengjast íþróttum. Olympiatoppen í Noregi, sem er afreksíþróttahluti Íþróttasambands og ólympíunefndar Noregs heldur hina árlegu ráðstefnu sína sem ber titilinn "Olympiatoppens Forskningskonferanse" miðvikudaginn 10. október nk.
Nánar ...
18.09.2013

Hreyfitorg er nú opið

Hreyfitorg er nú opiðGagnvirki vefurinn Hreyfitorg opnaði fyrir helgi. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Embætti landlæknis hafði umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur nú tekið við umsjón vefsins. Aðrir aðstandendur Hreyfitorgs eru Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður.
Nánar ...
18.09.2013

Vel sótt málþing um höfuðáverka í íþróttum

Vel sótt málþing um höfuðáverka í íþróttumUm 70 manns sóttu málþing um höfuðáverka í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í gær í samstarfi við ÍSÍ. Þrír einstaklingar héldu fyrirlestra, þeir Jónas G. Halldórsson taugasálfræðingur, Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari og Gunnar Örn Jónsson íþróttafræðingur.
Nánar ...
16.09.2013

Hjólum í skólann hafið

Hjólum í skólann hafiðHvatningarátakið Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni hófst í dag, mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nú eru 13 framhaldsskólar skráðir til leiks en það eru um 40% allra framhaldsskóla landsins. Hægt verður að skrá sig til leiks þar til átakinu lýkur. Hjólum í skólann er nýtt verkefni þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna keppa sín á milli um að...
Nánar ...
13.09.2013

Haustfjarnám í þjálfaramenntun!

Haustfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í byrjun október og stendur skráning yfir. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár enda vaxandi þrýstingur á íþróttafélög um að hafa vel menntaða þjálfara að störfum. Sumarið 2013 voru 45 nemendur/þjálfarar sem hófu nám á 1. stigi! Hvað gerist á haustönninni? Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 7. október nk. og fjarnám 2. stigs hefst mánudaginn 14. október.
Nánar ...
12.09.2013

Málþing um höfuðhögg í íþróttum

Málþing um höfuðhögg í íþróttumNæstkomandi þriðjudag 17. september munu Íþróttafræðasvið HR og ÍSÍ standa fyrir málþingi um höfuðhögg í íþróttum. Málþingið fer fram í húsnæði HR (í stofu M209) og stendur frá 15:00-16:30.
Nánar ...