Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

10.03.2017

Höfuðhögg og hormónar

Höfuðhögg og hormónarNæstkomandi miðvikudag 15. mars mun Háskólinn í Reykjavík standa fyrir hádegisfundi í tilefni Heilaviku sem ber heitið Höfuðhögg og hormónar: Vanstarfsemi heiladinguls eftir heilahristing. Fyrirlesarar verða Dr. Hafrún Kristjánsdóttir og Dr. María K. Jónsdóttir
Nánar ...
07.03.2017

Vinnuhópur um endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ skilar af sér skýrslu

Vinnuhópur um endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ skilar af sér skýrsluÁ haustmánuðum skipaði framkvæmdastjórn ÍSÍ vinnuhóp til að endurskoða reglur Afrekssjóðs ÍSÍ í framhaldi af undirritun samnings ÍSÍ við ríkisvaldið um stóraukið framlag til afreksíþróttastarfs. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum 2016 í 400 milljónir á árinu 2019 og er því um fjórföldun að ræða. Þetta þýðir gjörbreytingu á starfsemi Afrekssjóðs ÍSÍ og því nauðsynlegt að aðlaga reglur sjóðsins að þessum gjörbreyttu aðstæðum.
Nánar ...
07.03.2017

Hjördís Ósk framkvæmdastjóri LSÍ

Hjördís Ósk framkvæmdastjóri LSÍHjördís Ósk Óskarsdóttir hefur verið ráðin í 20% starfshlutfall sem framkvæmdastjóri/starfsmaður Lyftingasambands Íslands frá 1. febrúar 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem Lyftingasamband Íslands ræður starfsmann. Hjördís er menntaður íþróttakennari og er vel kunn lyftingaheiminum.
Nánar ...
07.03.2017

FSu fyrirmyndarfélag ÍSÍ

FSu fyrirmyndarfélag ÍSÍKörfuknattleiksfélag FSu fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn en félagið fékk fyrst viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ í desember árið 2011. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti félaginu viðurkenninguna. Viðburðurinn var einkar skemmtilegur þar sem afhendingin fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans, Iðu á Selfossi í hálfleik á leik FSu gegn Fjölni í 1. deild karla. Sveitarfélagið Árborg styrkir íþróttafélög innan sveitarfélagsins sérstaklega ef þau hafa viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög. Á myndinni er Sigríður Jónsdóttir ásamt forystumönnum félagsins og ungum iðkendum þess.
Nánar ...
06.03.2017

Nýr formaður kjörinn á ársþingi Kraftlyftingasambandsins

Nýr formaður kjörinn á ársþingi KraftlyftingasambandsinsÁrsþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið í 7.sinn sunnudaginn 26. febrúar sl í Laugardal. 23 fulltrúar frá 10 félögum sóttu þingið, en veður og ófærð hamlaði ferðum sumra. Við upphaf þingsins var Helga Haukssyni, alþjóðadómara, veitt gullmerki Kraftlyftingasambandsins fyrir ómetanlegt framlag til uppbyggingar kraftlyftingaíþróttarinnar.
Nánar ...
06.03.2017

ÍSÍ boðið formlega til þátttöku í PyeongChang 2018

ÍSÍ boðið formlega til þátttöku í PyeongChang 2018Alþjóðaólympíunefndin sendi nýlega öllum ólympíunefndum formlegt boð til þátttöku í XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ staðfesti þátttöku Íslands á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ 2. mars sl.​
Nánar ...
03.03.2017

Fyrirlestur Hajo Seppelt á Vimeo

Fyrirlestur Hajo Seppelt á VimeoÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Rannsóknarblaðamaðurinn Hajo Seppelt var með erindi. Hann gerði heimildamyndir sem þóttu sanna skipulagt lyfjamisferli í Rússlandi. Lyfjahneykslið sem komst í hámæli í nóvember árið 2014, hafði áhrif á alla heimsbyggðina, þá sérstaklega hvað varðar Ólympíuleikana í Ríó 2016.
Nánar ...
01.03.2017

Dímon fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Dímon fyrirmyndarfélag ÍSÍÍþróttafélagið Dímon á Hvolsvelli fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hvolsvelli 26. febrúar síðastliðinn. Alls hlutu sex af sjö deildum félagsins viðurkenninguna að þessu sinni og stefnt er að viðurkenningu fyrir þá sjöundu fljótlega. Deildirnar sex hafa þessu viðurkenningu í fjögur ár og þurfa þá að sækja um endurnýjun hennar til ÍSÍ.
Nánar ...
28.02.2017

Námskeið ungra þátttakenda í Ólympíu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, til þátttöku á námskeiði ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun
Nánar ...
27.02.2017

Reinharð sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Reinharð sæmdur Gullmerki ÍSÍKarateþing var haldið laugardaginn 25. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 30 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, sótti þingið af hálfu ÍSÍ. Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ til 11 ára, var sæmdur Gullmerki ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, fyrir stjórnunarstörf í karatehreyfingunni.
Nánar ...