Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

09.08.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ.
Nánar ...
08.08.2019

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍMikil vakning er þessi misserin hvað varðar áhuga á viðurkenningum ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Íþróttahéruðin eru hvert á fætur öðru farin að vinna að því að uppfylla skilyrði ÍSÍ hvað þetta varðar. Athyglisvert er að í stefnum og samþykktum sveitarfélaga og íþróttahéraða má í auknum mæli finna ákvæði um þessar viðurkenningar og þar með aukið faglegt starf í málefnum íþrótta. Sem dæmi má nefna að í Íþróttastefnu Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar er kveðið á um að ÍBA verði Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og öll aðildarfélög ÍBA Fyrirmyndarfélög ÍSÍ. ÍBA er komið á fullt í þessari vinnu og aðildarfélögin líka, þ.e. þau þeirra sem ekki hafa þessa viðurkenningu nú þegar.
Nánar ...
01.08.2019

Skrifstofa ÍSÍ lokuð 2. ágúst

Skrifstofa ÍSÍ lokuð 2. ágústSkrifstofa ÍSÍ verður lokuð föstudaginn 2. ágúst ​vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 8:30, samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.
Nánar ...
25.07.2019

Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020

Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 Næstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í gær fóru fram hátíðarhöld í borginni þegar því var fagnað að ár er þar til setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Á leikunum munu tæplega 11.000 íþróttamenn frá um 200 þjóðum keppa í 33 íþróttagreinum. 339 gullverðlaun verða veitt á Ólympíuleikunum 2020. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér.
Nánar ...
23.07.2019

EYOF 2019 - Myndir frá hátíðinni

EYOF 2019 - Myndir frá hátíðinniÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar fer nú fram í Bakú í Azerbaijan og stendur til 27. júlí nk. Á vefsíðu hátíðarinnar hér má sjá dagskrá hátíðarinnar og einnig er hægt að fylgjast með verðlaunatöflunni. Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.​
Nánar ...
22.07.2019

EYOF 2019 - Annar keppnisdagur

EYOF 2019 - Annar keppnisdagurÞá er stór keppnisdagur framundan hjá íslenska hópnum á EYOF, en við munum eiga keppendur í öllum fimm íþróttagreinunum sem við eigum þátttakendur í á mótinu.
Nánar ...