Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
18

22.11.2012

Stafganga á Laugarvatni

Stafganga á LaugarvatniNemendur íþróttadeildar Háskóla Íslands kynntu sér stafgöngu síðastliðinn mánudag. Kennslan fór fram við íþróttahúsið á Laugarvatni. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ sá um kynninguna.
Nánar ...
21.11.2012

Málþing um íþróttaiðkun barna og unglinga

Málþing um íþróttaiðkun barna og unglingaÍþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir málþingi í Háskólanum á Akureyri um íþróttir barna og unglinga föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Erindi fluttu þau Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson prófessor við íþróttafræðasetur HÍ, Þórdís L. Gísladóttir aðjúnkt við HR og Sonja Sif Jóhannsdóttir master í íþrótta- og heilsufræði.
Nánar ...
20.11.2012

UMSK veitir viðurkenningar

UMSK veitir viðurkenningar Ungmennasambands Kjalarnesþings fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær með kaffisamsæti í Fagralundi í Kópavogi. Við það tækifæri voru veittar viðurkenningar til einstaklinga sem unnið hafa í langan tíma innan aðildarfélaganna og UMSK og gert stórátak í félagsstörfum.
Nánar ...
20.11.2012

Ferðasjóður íþróttafélaga

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn. Hægt er að fara inn á umsóknarsvæðið með því að smella hér eða smella á tengilinn „Ferðasjóður íþróttafélaga” hér hægra megin á heimasíðunni undir listanum „Gagnlegt”.
Nánar ...
19.11.2012

Málþing um konur og íþróttir

Málþing um konur og íþróttirMálþing um konur og íþróttir var haldið í íþróttamiðstöðinni laugardaginn 17. nóvember. Um var að ræða tvö boðsþing þar sem umræðuefnið á fyrra þinginu var konur í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingarinnar og á því síðara var rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Helga Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmdastjórn EHF, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður fimleikasambandsins og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdarstjórnar ÍSÍ ávörpuðu þingin. Þingfulltrúar ræddu málefnin, deildu reynslu sinni og komu með tillögur að úrbótum, leiðum og verkefnum. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að halda þingin.
Nánar ...
15.11.2012

Skipta íþróttir máli?

Ráðstefna Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi verður haldin miðvikudaginn 28. nóvember nk. klukkan kl. 13.00-16.30. Ráðstefnan verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu.
Nánar ...
12.11.2012

Vinnuhópur íþróttahéraða fundar í Laugardalnum

Vinnuhópur íþróttahéraða fundar í LaugardalnumÍ dag fundaði vinnuhópur íþróttahéraða í fundarsal framkvæmdastjórnar ÍSÍ í Laugardal. Vinnuhópurinn var skipaður á sameiginlegum fundi íþróttahéraða sem haldin var í tengslum við formannafund ÍSÍ á síðasta ári og hefur það markmið að skoða hlutverk og skipulag íþróttahéraða. Vinnuhópurinn er skipaður starfsmönnum íþróttahéraða og skipa hann Garðar Svansson frá HSH, Engilbert Olgeirsson frá HSK, Frímann Ari Ferdinandsson frá ÍBR, Jón Þór Þórðarson frá ÍA, Þóra Leifsdóttir frá ÍBA og Hildur Bergsdóttir frá UÍA.
Nánar ...
09.11.2012

Haustfjarnám 1. stigs hálfnað

Haustfjarnám 1. stigs hálfnaðHaustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú hálfnað. Um 25 nemendur eru í náminu og eru búsettir víða um land. Meðal íþróttagreina sem nemendur koma frá og/eða ætla eða hafa verið að þjálfa eru knattspyrna, körfuknattleikur, handknattleikur, lyftingar, sund, fimleikar, skautaíþróttir, frjálsar íþróttir, taekwondo, skíðaíþróttir, badminton og klifur, auk þess sem menntaður læknir í endurhæfingarlækningum er meðal þátttakenda.
Nánar ...
09.11.2012

Kvennalandsliðið í knattspyrnu hlaut viðurkenningu

Kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk í gær, á Degi gegn einelti, afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram hátíðardagskrá í tilefni af þessum baráttudegi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti landsliðinu viðurkenninguna.
Nánar ...
08.11.2012

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Fólk um allan heim er hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13.00 að staðartíma hvers lands þann 8. nóvember samfellt í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Ýmsar aðrar leiðir eru einnig færar til að efla jákvæð samskipti í þjóðfélaginu og nær hvatningin einnig til skóla, vinnustaða og stofnana, þ.m.t. kirkna og trúfélaga.
Nánar ...
08.11.2012

Nefnd um íþróttir 60+

Nefnd um íþróttir 60+Nefnd um íþróttir 60+ heimsótti Félag eldri borgara á Álftanesi mánudaginn 5. nóvember. Vel var tekið á móti okkur í Litlakoti þar sem félagið hefur sína starfsemi. Félag eldri borgara á Álftanesi er með öfluga starfsemi þar sem öllum sem hafa náð 60 ára aldri er boðið að taka þátt í sundleikfimi, gönguhóp, pútti og annarri afþreyingu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Nánar ...
07.11.2012

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á formannafundi ÍBH

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á formannafundi ÍBHÍþróttabandalag Hafnarfjarðar leitaði til ÍSÍ varðandi kynningu á verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á formannafundi bandalagsins sem haldinn var laugardaginn 3. nóvember síðastliðinn. ÍBH hefur lagt á það áherslu að aðildarfélög bandalagsins kynni sér kosti þess að gerast fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
Nánar ...