Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

6

25.11.2021

Júlían J. K. Jóhannsson á leið á Heimsleikana 2022

Júlían J. K. Jóhannsson á leið á Heimsleikana 2022Júlían J. K Jóhannsson kraftlyftingamaður hefur fengið boð um keppa á Heimsleikunum (World Games) í Alabama næsta sumar. Heimsleikarnir eru haldnir árið eftir Ólympíuleikana og eru fjölgreinamót þar sem keppt er í greinum sem eru ekki ólympíugreinar.
Nánar ...
25.11.2021

Framlag Íslendinga vakti athygli

Framlag Íslendinga vakti athygliSpecial Olympics Iceland og Íþróttasamband fatlaðra taka þátt í þriggja ára verkefni 2021 – 2023 og gengur verkefnið undir heitinu ​Inclusion through sport of children with intellectual disabilities sem styrkt er af EEA & Norway Grant.
Nánar ...
22.11.2021

Haukur Örn sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Haukur Örn sæmdur Gullmerki ÍSÍÁ ársþingi Golfsambands Íslands 19. nóvember sl. var Haukur Örn Birgisson fráfarandi forseti GSÍ sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Haukur Örn hefur starfað fyrir GSÍ í 20 ár, setið í stjórn þess í 16 ár og verið forseti í átta ár. Síðustu tvö árin hefur Haukur Örn einnig gegnt embætti forseta Evrópska golfsambandsins.
Nánar ...
22.11.2021

Hulda Bjarnadóttir nýr forseti GSÍ

Hulda Bjarnadóttir nýr forseti GSÍÁrsþing Golfsambands Íslands fór fram 19. nóvember sl. á Fosshótelinu í Reykjavík. Þingið var vel sótt og voru mörg mál til umræðu. Hagnaður sambandsins var tæplega 30 milljónir króna, sem rekja má m.a. til aukinna tekna frá samstarfsaðilum og auknum félagagjöldum vegna fjölgunar iðkenda. Heildarvelta sambandsins var um 200 milljónir króna. Skýrslu stjórnar GSÍ og nánari upplýsingar varðandi þingið er að finna á heimasíðu GSÍ.
Nánar ...
18.11.2021

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBH

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBH52. ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 11. nóvember sl. Þinginu hafði verið frestað frá því á vormánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Góð mæting var á þingið og tóku 72 fulltrúar þátt, ásamt gestum. Þingforsetar voru Steinn Jóhannsson og Valdimar Svavarsson.
Nánar ...
15.11.2021

Staða framkvæmdastjóra ÍSÍ auglýst

Staða framkvæmdastjóra ÍSÍ auglýstUm síðastliðna helgi var staða framkvæmdastjóra ÍSÍ auglýst í fjölmiðlum. Smellið hér til að sjá auglýsinguna í pdf formi. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk.
Nánar ...