Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

13.02.2018

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgöngu

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgönguÍ dag fór fram sprettganga karla á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Byrjað var á tímatöku sem er undankeppni fyrir úrslitin, en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak Stianson Pedersen var eini íslenski keppandinn sem tók þátt. Ræsti hann út nr.71 af alls 80 keppendum en ræst er út eftir stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu, en hann kom í mark á 3:24,57 mín­út­um og endaði í 55. sæti. Hann fær 102.03 FIS punkta. Eru þetta hans bestu FIS punktar á ferlinum í sprettgöngu, en á heimslista er hann með 165.71 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða.
Nánar ...
12.02.2018

Heimsókn frá Grænlandi

Heimsókn frá GrænlandiFramkvæmdastjóri Grænlenska íþróttasambandsins Carsten Olsen og framkvæmdastjóri Ameríkumótsins í handknattleik 2018 Christian Keldsen heimsóttu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands á dögunum en grænlenska handknattleikssambandið verður gestgjafi mótsins síðar á þessu ári.​ Þeir voru hér á Íslandi að fylgjast með RIG leikunum og kynna sér umfang og framkvæmd leikanna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, tók á móti þeim.
Nánar ...
12.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni frestað vegna veðurs

PyeongChang 2018 - Keppni frestað vegna veðursKeppni í stór­svigi kvenna á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang í Suður-Kór­eu fór ekki fram í nótt vegna veðurs. Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir átti að keppa kl. 1.15 að ís­lensk­um tíma, í sinni fyrri ferð, en sú seinni átti að hefjast kl. 4.45. Nýr tími fyr­ir stór­svig kvenna er 15. febrúar.
Nánar ...
11.02.2018

PyeongChang 2018 – Snorri í 56. sæti í skiptigöngu

PyeongChang 2018 – Snorri í 56. sæti í skiptigönguKeppni í 30km skiptigöngu fór fram í dag á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Snorri Einarsson keppti í greininni og var þar með fyrstur Íslendinga til að keppa á leikunum. Snorri var með rásnúmer 48 og byrjaði nokkuð vel, en snemma í keppninni varð hann í tvígang fyrir óhappi varðandi stafi, þar sem festing slitnaði í annað skiptið og stafur brotnaði í hitt skiptið. Það hafði mikil áhrif á gönguna hans og að lokum lauk hann keppni í 56. sæti.
Nánar ...
10.02.2018

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu​Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang sem fram fór í gær og í dag skoðaði hún aðstæður á leikunum, hitti keppendur og heimsótti Ólympíuþorpið.
Nánar ...
09.02.2018

PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fullu

PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fulluHluti af íslenska hópnum sem tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum mætti til Suður-Kóreu seint laugardaginn 3. febrúar eftir rúmlega 30 klst ferðalag. Þátttakendur tóku því rólega fyrsta daginn en eftir það fóru æfingar á fullt. Æfingarnar hafa gengið virkilega vel en aðstæður eru eins og þær gerast bestar. Mikið frost var fyrstu dagana, eða um 15-20 gráðu frost. Í dag fór setningarathöfn leikanna fram og þá var hitinn rétt við frostmark sem gerði útiveruna þægilegri fyrir hópinn.
Nánar ...
09.02.2018

Vorfjarnám 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Vorfjarnám 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍVorfjarnám 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 26. feb. nk. og tekur það fimm vikur. Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er sjálfstætt framhald náms á 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið föstudaginn 23. feb. Þátttökugjald er kr. 40.000.- Rétt til þátttöku hafa allir sem lokið hafa 2. stigi alm. hluta eða sambærilegu námi. Einnig þurfa þátttakendur að hafa 12 mánaða starfsreynslu sem þjálfarar og að hafa gilt skyndihjálparnámskeið. Möguleiki er að taka skyndihjálparnámskeiðið á meðan á námi stendur og fá fyrri þjálfunarreynslu metna.
Nánar ...
08.02.2018

Síðasti skráningardagur í þjálfaramenntun á morgun

Síðasti skráningardagur í þjálfaramenntun á morgunVorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 12. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn innifalin.
Nánar ...
08.02.2018

PyeongChang 2018 - Móttökuhátíð í Ólympíuþorpinu

PyeongChang 2018 - Móttökuhátíð í ÓlympíuþorpinuÍ dag var íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í PyeongChang. Sérstakar móttökuhátíðir eru haldnar dagana fram að setningarhátíð og var slík hátíð í dag þar sem þátttakendur frá Gana, Liechtenstein, Íslandi, Ekvador og Kosóvó voru boðnir velkomnir.
Nánar ...
07.02.2018

PyeongChang 2018 - Freydís Halla fánaberi Íslands

PyeongChang 2018 - Freydís Halla fánaberi ÍslandsFreydís Halla Einarsdóttir, keppandi í alpagreinum, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. Setningarhátíðin fer fram að kvöldi 9. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl.11:00 á ísl.tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Nánar ...