Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

05.02.2018

Glæsilegir Reykjavíkurleikar að baki

Glæsilegir Reykjavíkurleikar að bakiÍþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games fór fram dagana 25. janúar til 4. febrúar. Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélög í Reykjavík, hefur veg og vanda að skipulagningunni.
Nánar ...
05.02.2018

Sigurður nýr framkvæmdastjóri UMSB

Sigurður nýr framkvæmdastjóri UMSBSigurður Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur,hóf störf sem framkvæmdastjóri UMSB þann 1. febrúar sl. Hann tekur við af Pálma Blængssyni.​ Sigurður hefur lokið BS. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er með sveinspróf í húsasmíði. Hann hefur haft umsjón með skipulagninu viðamikilla íþróttaviðburða eins og Reykjavíkurmaraþoni, Laugarvegsmaraþoni og fleiri viðburðum sem verkefnastjóri hjá ÍBR. Áður starfaði hann sem tómstundastjóri Borgarbyggðar á vegum UMSB og sem landsfulltrúi hjá Ungmennafélagi Íslands þar sem hann var m.a. framkvæmdastjóri Landsmóts 50+, Frjálsíþróttaskólans, lýðheilsuverkefnanna „Fjölskyldan á fjallið“.
Nánar ...
05.02.2018

Verðlaunapeningar sem minna á flugelda

Verðlaunapeningar sem minna á flugeldaÞann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eins og á öllum Ólympíuleikum hlýtur það íþróttafólk verðlaunapening að launum sem nær verðlaunapalli og eru Ólympíuleikar ungmenna engin undantekning. Alþjóðaólympíunefndin stóð því fyrir hönnunarkeppni á verðlaunapeningum fyrir Ólympíuleika ungmenna 2018 á dögunum og var þátttaka framar björtustu vonum en um 300 tillögur bárust frá 50 þjóðum. Sigurvegari keppninnar er Muhamad Farid Husen, 18 ára gamall piltur frá Indónesíu, sem kallaði tillögu sína að útliti verðlaunapeninganna „Fireworks of Victory“. Eins og hið myndræna nafn gefur til kynna tekur hönnun verðlaunapeninganna mið af fallegri ásýnd flugelda þegar þeir springa á himninum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún fyrst kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að gera hugmynd að veruleika og koma á fót Ólympíuleikum ungmenna. Fyrstu sumarleikarnir fóru fram með pompi og prakt árið 2010 í Singapore og fjórum árum síðar voru sumarleikarnir haldnir í Nanjing í Kína. Hámarksfjöldi þátttakenda á leikunum eru 3500 íþróttamenn og 875 dómarar. Ísland mun eiga sína fulltrúa á leikunum en endanlegur fjöldi kemur í ljós síðar á árinu.
Nánar ...
05.02.2018

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættir

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættirAllir fimm íslensku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru komnir í Ólympíuþorpið eftir langt ferðalag frá Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum. Hluti farangurs skilaði sér ekki með hópnum en barst síðdegis í gær og því allt til reiðu fyrir dagskrá næstu daga.
Nánar ...
03.02.2018

PyeongChang 2018 - Íslendingar mættir í Ólympíuþorpið

PyeongChang 2018 - Íslendingar mættir í Ólympíuþorpið​Íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru mættir í Ólympíuþorpið. Sá fyrsti var reyndar aðalfararstjóri íslenska hópsins, Andri Stefánsson, sem kom til Kóreu á miðvikudaginn til að undirbúa vistarverur og komu íslenska hópsins.
Nánar ...
02.02.2018

Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun?

Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun?Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun? Í Laugardalshöll hefur verið settur upp auglýsingaveggur sem að sýnir aukaverkanir við lyfjamisnotkun á myndrænan hátt. Kíktu í Laugardalshöll og kynntu þér málið á meðan á Reykjavíkurleikunum stendur. Þar er hægt að svara stuttri getraun og eiga möguleika á veglegum vinningum. Dregið verður úr réttum svörum 29. janúar og 5. febrúar.
Nánar ...
01.02.2018

PyeongChang 2018 - Ólympíufarar leggja af stað

PyeongChang 2018 - Ólympíufarar leggja af staðVetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður-Kórea heldur Ólympíuleika, en Sumarólympíuleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Hluti af íslenskum þátttakendum lagði af stað til PyeongChang frá Íslandi í morgun
Nánar ...
30.01.2018

Lífshlaupið 2018 hefst á morgun

Lífshlaupið 2018 hefst á morgunLífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst á morgun, miðvikudaginn 31. janúar 2018. Setningarhátíðin fer að þessu sinni fram í Vættaskóli-Borgum í Grafarvogi. Stutt ávörp verða flutt af Þuríði Óttarsdóttur skólastjóra og heiðursgestunum Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ, Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Nánar ...
26.01.2018

Vorfjarnám í þjálfaramenntun

Vorfjarnám í þjálfaramenntunVorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 12. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn innifalin.
Nánar ...
26.01.2018

Vel sótt ráðstefna um afreksþjálfun barna

Vel sótt ráðstefna um afreksþjálfun barnaÍþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Háskólinn í Reykjavík stóðu í sameiningu fyrir íþróttaráðstefnu í gær í tengslum við Reykjavíkurleikana. Innihald ráðstefnunnar var afreksþjálfun barna.
Nánar ...