Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

30.09.2014

Forvarnardagurinn 2014 á morgun

Forvarnardagurinn 2014 á morgunForvarnardagurinn 2014 verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins miðvikudaginn 1. október. Forvarnardagurinn er nú haldinn í níunda sinn í grunnskólum landsins og í fjórða sinn í framhaldsskólum.
Nánar ...
25.09.2014

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann 2014

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann 2014 fór fram mánudaginn 22. september í höfuðstöðvum ÍSÍ við Engjateig. Boðið var upp á léttar veitingar og Ingibjörg B. Jóhannesdóttir úr stjórn Almenningsíþróttasviðs veitti viðstöddum verðlaunahöfum viðurkenningar.
Nánar ...
25.09.2014

Haustfjarnámið hefst 29. september

Haustfjarnám allra þriggja stiga ÍSÍ hefst næstkomandi mánudag 29. september. Það eru því síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku í skemmtilegu námi til íþróttaþjálfara. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000. Sjá einnig frekari upplýsingar í annarri frétt hér á síðunni.
Nánar ...
23.09.2014

ÍSÍ fréttir

ÍSÍ fréttirÍSÍ-fréttir komu út í september. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu. Þar má meðal annars lesa pistil Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ og fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði.
Nánar ...
23.09.2014

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefndaLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ sóttu fund norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda, svokallaðan Nordic Sports Meeting 2014, sem fram fór í Bergen í Noregi dagana 19.-21. september sl
Nánar ...
23.09.2014

Ráðstefna um íþróttir barna- og unglinga

Um síðast liðna helgi sóttu 16 einstaklingar frá Íslandi ráðstefnu um íþróttir barna- og unglinga í Bosön í Svíþjóð. Alls komu þátttakendurnir frá ÍSÍ, UMSK, ÍBA, ÍBH, ÍBR, HSÍ, TKÍ, TSÍ, BLÍ, KSÍ og GSÍ. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti til skiptis á Norðurlöndunum.
Nánar ...
22.09.2014

Námskeið í fararstjórn

Þriðjudaginn 23. september kl.17:00 býður ÍSÍ upp á fararstjóranámskeið og mun námskeiðið fara fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Kennari á námskeiðinu verður Gústaf Adolf Hjaltason og er þátttakan ókeypis. Skráning fer fram á skraning@isi.is
Nánar ...
22.09.2014

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
22.09.2014

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í dag mánudaginn 22. september kl. 12:10, E-sal 3. hæð. Veittar verða viðurkenningar fyrir flesta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki. Öllum liðsstjórum er boðið að taka með sér 4-5 liðsmenn. Skráning er á netfangið hronn@isi.is. Úrslitin
Nánar ...