Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

23.03.2022

Helga Katrín áfram formaður AKÍS

Helga Katrín áfram formaður AKÍSTíunda ársþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) fór fram um síðastliðna helgi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið var vel sótt og mættu alls 21 fulltrúi af þeim 25 sem áttu rétt á setu á þinginu. Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ var þingforseti og ávarpaði hann þingið sem fulltrúi ÍSÍ við þingsetningu.
Nánar ...
22.03.2022

EYWOF - Fyrsti keppnisdagur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

EYWOF - Fyrsti keppnisdagur á Vetrarólympíuhátíð EvrópuæskunnarFyrsti keppnisdagurinn á EYWOF í Voukatti í Finnlandi var í gær, mánudag. Skíðagöngumennirnir Einar Árni Gíslason, Ólafur Pétur Eyþórsson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Ævar Freyr Valbjörnsson voru fyrstir Íslendinganna til þess að hefja keppni á þegar þeir kepptu í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð í dag.
Nánar ...
17.03.2022

Íslenski hópurinn á EYOF

Íslenski hópurinn á EYOFVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar hefst 20. mars nk., í Vuokatti í Finnlandi. ÍSÍ verður með hóp keppenda á aldrinum 15 - 18 ára á hátíðinni sem stendur yfir til 25. mars nk.
Nánar ...
15.03.2022

Heiðranir ÍSÍ á ársþingi UMSS

Heiðranir ÍSÍ á ársþingi UMSS Ómar Bragi Stefánsson var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi UMSS um helgina fyrir störf í þágu íþrótta, bæði á svæði UMSS og landsvísu. Ómar Bragi kenndi íþróttir Sauðárkróki í nokkur ár, starfaði sem menningar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í nokkur ár en hefur starfað fyrir UMFÍ allt frá árinu 2003 og til dagsins í dag.
Nánar ...
15.03.2022

Gunnar endurkjörinn formaður UMSS

Gunnar endurkjörinn formaður UMSSÁrsþing Ungmennasambands Skagafjarðar var haldið laugardaginn 12. mars sl. í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þingið gekk vel fyrir sig og var góð þátttaka í nefndarstarfi. Rekstur sambandsins gekk vel á síðasta ári og skilaði nokkuð meiri hagnaði en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á þinginu var fjallað um endurskoðuð lög sambandsins og fleiri tillögur, þar á meðal var samþykkt hvatning til sveitarfélagsins um stefnumörkun í íþróttamálum í samstarfi við UMSS og að uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu verði hraðað.
Nánar ...
14.03.2022

Nýr formaður hjá HSÞ

Nýr formaður hjá HSÞ14. ársþing Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) fór fram laugardaginn 12. mars. sl. í félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi. Ítarleg ársskýrsla lá fyrir þinginu þar sem má finna upplýsingar um starfsemi aðildarfélaga og héraðssambandsins, en rekstur héraðssambandsins gekk vel á liðnu ári. Á þinginu fór fram málefnavinna er laut að stöðu íþróttahéraðsins og framtíð íþróttahreyfingarinnar á svæðinu, en þingfulltrúar ræddu um ýmsar áskoranir og spurningar undir leiðsögn framkvæmdastjóra HSÞ, Gunnhildar Hinriksdóttur.
Nánar ...
13.03.2022

Frábær árangur hjá Hilmari Snæ á Paralympics

Frábær árangur hjá Hilmari Snæ á ParalympicsHilmar Snær Örvarsson skíðamaður frá skíðadeild Víkings náði 5. sætinu í svigi á Paralympics í Peking í nótt. Hilmar Snær var níundi eftir fyrri ferðina en bætti enn um betur í seinni ferðinni og landaði 5. sætinu. Það er besti árangur Íslands í alpagreinum á Paralympics og ljóst að Hilmar Snær er kominn í flokk þeirra bestu í greininni.
Nánar ...
11.03.2022

Drög að breytingum á lögum um samskiptaráðgjafa

Drög að breytingum á lögum um samskiptaráðgjafa ÍSÍ vekur athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingar um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019 sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt. Frá þeim tíma sem lög um samskiptaráðgjafa tóku gildi hefur starf samskiptaráðgjafans þróast með þeim hætti að þörf er á lagabreytingum og er frumvarpið þess vegna nú sett fram.
Nánar ...