Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

08.05.2020

Virkur ferðamáti

Virkur ferðamátiÁ setningarhátíð Hjólað í vinnuna þann 6. maí sl. kom það skýrt fram hvað verkefnið Hjólað í vinnuna hefur mikið að segja fyrir samfélagið. Þátttakendur hreyfa sig mikið og sumir mun meira en vanalega. Hreyfing og útivist er frábær leið til vellíðunar og betri andlegrar heilsu og sem forvörn gegn lífsstílstengdum sjúkdómum. Að hreyfa sig á vistvænann og virkan hátt hefur jákvæð áhrif á umhverfið og einnig sparar það heilbrigðiskerfinu þó nokkurn pening.
Nánar ...
07.05.2020

Ný vefsíða Umboðsmanns barna

Ný vefsíða Umboðsmanns barnaNý vefsíða Umboðsmanns barna var birt þann 7. apríl sl. Nýrri vefsíðu er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum.
Nánar ...
07.05.2020

Áhersla á hreyfingu aldraðra

Áhersla á hreyfingu aldraðraÍ nýrri stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur er mikil áhersla lögð á hreyfingu almennings. Markmiðið er að minnst 70% borgarbúa hreyfi sig rösklega í 30 mínútur þrisvar í viku. Lögð er áhersla á að styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar.
Nánar ...
07.05.2020

Fundur með EOC um áhrif Covid-19

Fundur með EOC um áhrif Covid-19Framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) hélt sinn annan fjarfund á árinu þann 29. apríl síðastliðinn. Forseti EOC, Janez Kocijančič, stýrði fundinum sem snérist að mestu leyti um íþróttastarfsemi í Evrópu á þessum fordæmalausu tímum. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er í framkvæmdastjórn EOC og sat fjarfundinn. Á fundinum voru áhrif Covid-19 á íþróttir í álfunni rædd og hvernig skuli taka á brottfalli úr íþróttum í kjölfarið á faraldrinum. Einnig voru ræddar þær leiðir sem hægt væri að fara til að aðstoða þær 50 Ólympíunefndir sem eru innan EOC.
Nánar ...
06.05.2020

Hjólað í vinnuna hafið

Hjólað í vinnuna hafiðÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Setningarhátíðin var einungis opin boðsgestum og á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp ásamt uppistandi.
Nánar ...
06.05.2020

Gleðiefni að geta synt aftur

Gleðiefni að geta synt afturÍ kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru hafa áætlanir Sundsambands Íslands (SSÍ) óhjákvæmilega breyst. Öllum er nú ljóst að Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 hefur verið frestað um eitt ár en þeir munu fara fram 23. júlí til 8. ágúst 2021. Sundsamband Íslands hefur sent sundfólk til þátttöku á Ólympíuleikum á flestalla leika frá árinu 1948 og þegar tilkynnt var um frestun leikanna 2020 hafði einn sundmaður tryggt sig inn á leikana, Anton Sveinn McKee. Fleiri stórmótum í sundi hefur verið frestað. Evrópumeistaramótinu í 50m laug sem átti að fara fram í Búdapest í Ungverjalandi um miðjan maí 2020 hefur verið frestað um eitt ár og heimsmeistaramótið í 50m laug sem fara átti fram í Japan 2021 hefur verið fært til 13. - 29. maí 2022.
Nánar ...
05.05.2020

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Hjólað í vinnuna hefst á morgunNú styttist í að ÍSÍ ræsi keppnina Hjólað í vinnuna 2020 en verkefnið verður sett í átjánda sinn á morgun þann 6. maí. Keppnin stendur yfir til 26. maí nk. Opnað hefur verið fyrir skráningu hér.
Nánar ...
05.05.2020

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar frestað

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar frestaðEvrópusamband Ólympíunefnda (EOC) sendi í gær út tilkynningu um að fyrirhugaðri Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF), sem var á dagskrá í héraðinu Banská Bystrica í Slóvakíu sumarið 2021, hefur verið seinkað um eitt ár. Ný dagsetning er 24. til 30. júlí 2022. Þessi breyting er vegna nýrra dagsetninga á Sumarólympíuleikunum í Tókýó, en ómögulegt var talið að halda Ólympíuhátíðina á sama tímabili og Ólympíuleikarnir fara fram í Japan.
Nánar ...
04.05.2020

Öll félög með virkar reglur og áætlanir

Öll félög með virkar reglur og áætlanirÍ nýrri stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til ársins 2030 er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Að gefnu tilefni vill ÍSÍ benda á það efni sem hægt er að nálgast á vefsíðu ÍSÍ og í prentuðu formi á skrifstofu ÍSÍ við Engjaveg 6.
Nánar ...
04.05.2020

Transbörn og íþróttir í Reykjavík

Transbörn og íþróttir í ReykjavíkNý stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn þann 21. apríl sl. Í stefnunni er mikil áhersla lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá á sérstaklega að tryggja að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna.
Nánar ...