Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

10.01.2020

Minningarorð um Vilhjálm Einarsson

Minningarorð um Vilhjálm EinarssonÚtför Vilhjálms Einarssonar Heiðurfélaga ÍSÍ fór fram frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 10. janúar. Fjölmenni var við athöfnina enda Vilhjálmur þekktur einstaklingur og vinsæll.
Nánar ...
10.01.2020

Skilafrestur umsókna til Ferðasjóðs íþróttafélaga

Skilafrestur umsókna til Ferðasjóðs íþróttafélagaFrestur til skila á umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti mánudaginn 13. janúar næstkomandi. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.
Nánar ...
09.01.2020

YOWG 2020 - Leikarnir settir

YOWG 2020 - Leikarnir settirSetningarhátíð þriðju vetrarólympíuleika ungmenna fór fram fyrr í kvöld í Lausanne í Sviss. Fánaberi við setningarhátíðina var Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir keppandi í alpagreinum.
Nánar ...
08.01.2020

Vorfjarnám 2020, þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

Vorfjarnám 2020, þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍVorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 3. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
08.01.2020

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðuForseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi Margréti Bjarnadóttir Heiðursfélaga ÍSÍ riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum 1. janúar sl. Margrét hlaut riddarakrossinn fyrir störf á vettvangi íþrótta- og æskulýðsmála en hún er fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands.
Nánar ...
08.01.2020

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍÍþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hlaut gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar föstudaginn 27. desember síðastliðinn, í Íþróttahúsinu við Strandgötu. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu hjá ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd eru Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH við afhendingu viðurkenningarinnar.
Nánar ...