Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

01.06.2014

Eitt ár í Smáþjóðaleikana

Eitt ár í SmáþjóðaleikanaÍ dag er eitt ár í Smáþjóðaleikana sem haldnir verða á Íslandi 1. – 6. júní 2015. Að því tilefni verður ný mynd úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birt.
Nánar ...
28.05.2014

Úrslit Hjólað í vinnuna

Heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna lauk í gær. Keppnisdagar voru fimmtán og á þeim tíma voru hjólaðir 734.946 km eða 548,88 hringir í kringum landið. Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 miðvikudaginn 4. júní.
Nánar ...
27.05.2014

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigsÍSÍ býður upp á sumarfjarnám á fyrstu þremur stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ og hefst nám allra stiga 23. júní næstkomandi. Skráning er á namskeid@isi.is og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 20. júní næstkomandi. Námið er almennur hluti í þekkingu íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt námsins taka þjálfarar hjá viðkomandi sérsamböndum.
Nánar ...
27.05.2014

Jóhann B. Magnússon heiðraður á ársþingi ÍRB

Jóhann B. Magnússon heiðraður á ársþingi ÍRBÁrsþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið 19. maí sl. í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Á þinginu kynnti Jóhann B. Magnússon formaður fyrsta áfanga af samantekt á umfangi íþróttastarfs í Reykjanesbæ. Í áfangaskýrslunni sem tekur til áranna 2002-2012 eru tekin saman gögn m.a. úr Felix skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar, ársskýrslum íþróttafélaga, frá Hagstofunni og fleiri aðilum.
Nánar ...
26.05.2014

Íslenskir keppendur á Ólympíuleikum

Í dag birtast nýjar síður á heimasíðu ÍSÍ sem sýna alla íslenska keppendur á Ólympíuleikum frá 1908, annars vegar á Sumarólympíuleikum og hins vegar á Vetrarólympíuleikum. Ísland tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum í London 1908.
Nánar ...
26.05.2014

Ársþingi UÍF lokið

Ársþingi UÍF lokiðFimmta ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið að Íþróttamiðstöðinni að Hóli, Siglufirði þann 22. maí sl., en UÍF var stofnað 25. maí 2009 með sameiningu ÍBS og UÍÓ.
Nánar ...
23.05.2014

Flóðin á Balkanskaga

Náttúruhamfarirnar á Balkanskaga hafa varla farið fram hjá neinum en tugir manns hafa látist þar vegna gríðarlegra flóða og eyðileggingin er mikil. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hefur fengið send erindi frá Ólympíunefnd Serbíu og Ólympíunefnd Bosniu & Herzegovinu þar sem óskað er eftir aðstoð frá íþróttahreyfingunni um allan heim, bæði í formi fjárframlaga og eins ýmisskonar varnings.
Nánar ...
20.05.2014

Ólafur E. Rafnsson útnefndur Heiðursfélagi FIBA Europe

Ólafur E. Rafnsson útnefndur Heiðursfélagi FIBA Europe47. ársþing FIBA Europe, Evrópska körfuknattleikssambandsins, var haldið í München 16. maí sl. Cyriel Cooman, sem tók við forsetaembætti FIBA Europe í kjölfar andláts Ólafs E. Rafnssonar 19. júní sl., ávarpaði þingið og minntist Ólafs. Sagði hann fráfall Ólafs hafa verið mikinn missi fyrir FIBA Europe, körfuknattleik og íþróttahreyfinguna í heild.
Nánar ...
20.05.2014

Hannes kjörinn í stjórn FIBA Europe

Hannes kjörinn í stjórn FIBA EuropeHann­es Sig­ur­björn Jóns­son, formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands, var kjör­inn í stjórn FIBA-Europe, Evr­ópska körfuknatt­leiks­sam­bands­ins á ársþingi sambandsins síðastliðna helgi. Til stjórnar FIBA Europe voru í framboði 35 einstaklingar um 23 sæti í stjórn sambandsins.
Nánar ...
20.05.2014

Nýr starfsmaður ÍSÍ

Nýr starfsmaður ÍSÍÍSÍ hefur ráðið Birgi Sverrisson í starf verkefnastjóra lyfjamála. Birgir er með BS gráðu í íþróttastjórnun frá Coastal Carolina háskólanum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er að ljúka við meistaragráðu í sömu fræðum. Birgir þekkir íþróttahreyfinguna vel, hann hefur starfað við íþróttir hér og erlendis. Birgir mun hafa umsjón með lyfjaeftirlitsmálum ÍSÍ en Örvar Ólafsson, sem gegnt hefur því starfi um árabil, hefur skipt um starfsvettvang hjá ÍSÍ og mun nú sinna verkefnum á Afreks- og ólympíusviði ÍSÍ.
Nánar ...
20.05.2014

Gunnar Sigurðsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Gunnar Sigurðsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið 10.maí s.l. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið var vel sótt af hátt í 60 þingfulltrúum víðsvegar að af landinu. Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Guðmundur Kr. Gíslason og Jón S. Ólason voru kosnir í aðalstjórn til tveggja ára.
Nánar ...