Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

28.04.2015

Fararstjórafundur Tbilisi

Fararstjórafundur TbilisiÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Tbilisi í Georgíu 26. júlí - 1. ágúst. n.k. Nýverið var haldin kynning fyrir þátttökuþjóðum á aðstæðum og skipulagi mótsins.
Nánar ...
28.04.2015

Þrautabraut 2015

Þrautabraut 2015Íþrótta- og Ólympíusambandið og Íshokkísamband Íslands stóðu sameiginlega að keppni í þrautabraut í íshokkíi í gær. Keppnin var úrtökumót fyrir undankeppni í þrautabraut fyrir Ólympíuleika ungmenna í Lillehammer.
Nánar ...
27.04.2015

500 dagar til Paralympics í Ríó

500 dagar til Paralympics í RíóÍ gær, 26. apríl, voru 500 dagar þar til Paralympics 2016 verða settir við hátíðlega athöfn í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gerir ráð fyrir að Paralympics 2016 muni ná nýjum hæðum í sjónvarpsáhorfi. Gert er ráð fyrir rúmlega 4000 íþróttamönnum frá um 170 löndum á Paralympics í Ríó sem keppa munu í 22 íþróttagreinum dagana 7.-18. september 2016.
Nánar ...
27.04.2015

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍÁrsþing Tennissambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 21. apríl síðastliðinn. Engar breytingar urðu á aðalstjórn en smávægilegar breytingar á varastjórn. Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn formaður Tennissambands Íslands fimmta árið í röð.
Nánar ...
27.04.2015

Öflugt íþróttastarf á Akranesi

Öflugt íþróttastarf á AkranesiÁrsþing Íþróttabandalags Akraness var haldið 15. apríl síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, Þingið var vel sótt og umræður fjörlegar um íþróttastarfsemi og mögulega uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Akranesi. Mörg mál lágu fyrir þinginu ásamt breytingum á ýmsum reglugerðum bandalagsins.
Nánar ...
27.04.2015

Frímerki Smáþjóðaleikanna 2015

Frímerki Smáþjóðaleikanna 2015Þann 30. apríl nk. verður nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti, með myndum af þeim íþróttagreinum sem keppt verður í á Smáþjóðaleikunum 2015. Frímerkið er gefið út af því tilefni að Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á Íslandi í ár. Hönnuður frímerkisins er Elsa Nielsen grafískur hönnuður og hluti af hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015.
Nánar ...
27.04.2015

Evrópuleikar – Baku 2015

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fimmtudaginn 16. apríl sl. var fjallað um þátttöku Íslands á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan. Í fjölmörgum íþróttagreinum hafa íslenskir keppendur unnið sér inn keppnisrétt og hafa formleg erindi borist til ÍSÍ og sérsambanda vegna þessa.
Nánar ...
24.04.2015

Blossa boðið í heimsókn á Hvolsvöll

Blossa boðið í heimsókn á HvolsvöllBlossa var boðið að heimsækja Vorhátíð Hvolsskóla miðvikudaginn 22. apríl. Heimsóknin tengdist því að nemendur við skólann höfðu verið að vinna þemavinnu í tengslum við Smáþjóðaleikanna í vikunni.
Nánar ...
22.04.2015

Ráðstefnan Erum við á réttri leið? komin á netið

Ráðstefnan "Erum við á réttri leið?" ásamt hádegisfundi um upplifun foreldra afreksbarna á ofbeldi í íþróttum og um íþróttameiðsli ungmenna eru nú aðgengileg á heimasíðunni. Hægt er að nálgast upptökurnar á vimeo tengli heimasíðunnar.
Nánar ...