Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

17.09.2024

Norrænn fundur um fyrirtækjaíþróttir

Norrænn fundur um fyrirtækjaíþróttir Norrænir fulltrúar þeirra sambanda sem sjá um fyrirtækjaíþróttir funduðu saman í Seinajoki í Finnlandi 12. – 15. september sl. Á Norðurlöndunum eru sér íþróttasambönd um fyrirtækjaíþróttir en á Íslandi falla fyrirtækjaíþróttir undir Fræðslu- og almenningsíþróttasvið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Verkefni hjá ÍSÍ sem hafa höfðað sérstaklega til fyrirtækja eru Lífshlaupið, sem í gangi er í febrúar, og Hjólað í vinnuna, sem er í maí.
Nánar ...
16.09.2024

Göngum í skólann fer vel af stað!

Göngum í skólann fer vel af stað!Verkefnið Göngum í skólann fer afar vel af stað en það hófst miðvikudaginn 4. september og mun það standa yfir til miðvikudagsins 2. október, sem er alþjóðlegi Göngum í skólann- dagurinn.
Nánar ...
12.09.2024

Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948

Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948Í gær, miðvikudaginn 11. september, hélt Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV og sagnfræðingur, útgáfuteiti en hann hann gaf nýverið út bókina Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948. Bókin byggir að stofninum til á BA-ritgerð Þorkels úr sagnfræði við Háskóla Íslands en það er Sögufélagið sem gefur bókina út. Fjölmenni var á svæðinu og mættu margir frá íþróttahreyfingunni, þar á meðal Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ.
Nánar ...
10.09.2024

HAUSTFJARNÁM ÍSÍ hefst á mánudag!

HAUSTFJARNÁM ÍSÍ hefst á mánudag!Haustfjarnám á öllum stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 16. september næstkomandi. Síðasti möguleiki til skráningar er 16. september. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
09.09.2024

Fundað um fræðslu og almenningsíþróttir á Akureyri

Fundað um fræðslu og almenningsíþróttir á AkureyriÍ tengslum við setningu Göngum í skólann í Brekkuskóla á Akureyri á miðvikudaginn 4. september og Ólympíuhlaups ÍSÍ sem haldið var í Borgarhólsskóla á Húsavík á fimmtudag 5. september, funduðu nokkrir starfsmenn ÍSÍ ásamt starfsmönnum frá Akureyrarbæ, Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og svæðisstöð Norðurlands eystra, síðdegis miðvikudaginn, 4. september.
Nánar ...
04.09.2024

Göngum í skólann sett í Brekkuskóla á Akureyri

Göngum í skólann sett í Brekkuskóla á AkureyriGöngum í skólann var formlega sett í Brekkuskóla á Akureyri í dag. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, hélt stutt ávarp og stjórnaði dagskrá og Jóhanna María Agnarsdóttir bauð nemendur og gesti velkomna
Nánar ...
04.09.2024

Viljayfirlýsing um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir í Laugardal

Viljayfirlýsing um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir í LaugardalViljayfirlýsing um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir í Laugardal var undirrituð á þriðjudag af fulltrúum ríkisins, Reykjavíkurborgar, Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ). Um er að ræða fyrsta skref að uppbyggingu tveggja aðskilinna þjóðarleikvanga utanhúss í Laugardal.
Nánar ...
03.09.2024

Göngum í skólann hefst á morgun!

Göngum í skólann hefst á morgun!Göngum í skólann 2024 verður sett hátíðlega miðvikudaginn 4. september í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta er í átjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Tekur þinn skóli ekki örugglega þátt í ár?
Nánar ...