Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

28.01.2024

Ólympísk tímamót

Ólympísk tímamótÝmis tímamót hafa runnið upp undanfarna daga. Þann 25. janúar voru 100 ár frá fyrstu Vetrarólympíuleikunum. Voru þeir haldnir í Chamonix í Frakklandi. Ísland átti ekki fulltrúa á þeim leikum heldur hóf sína þátttöku í Vetrarólympíuleikum árið 1948 í St. Moritz í Sviss.
Nánar ...
26.01.2024

Íþrottafólk Reykjanesbæjar 2023

Íþrottafólk Reykjanesbæjar 2023Vali á Íþróttamanni og Íþróttakonu Reykjanesbæjar var fagnað í Stapa í Hljómahöll síðastliðinn sunnudag 21. janúar sl. Athöfnin fór fram með breyttu sniði og var hin glæsilegasta. Fjölmenni mættu til að samfagna árangri íþróttafólks Reykjanesbæjar.
Nánar ...
25.01.2024

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmennaÍsland átti þrjá keppendur í svigi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í dag. Eyrún Erla Gestsdóttir var 43. eftir fyrri ferð og endaði í 31. sæti af 78 keppendum en Þórdís Helga Grétarsdóttir, sem var í 44. sæti eftir fyrri ferðina náði ekki að klára seinni ferðina og lauk því ekki keppni. Dagur Ýmir Sveinssonvar í 41. sæti eftir fyrri ferð en vann sig upp í 25. sæti í seinni ferðinni. Góður dagur hjá íslenska hópnum í dag. Íslensku keppendurnir í alpagreinum hafa nú lokið keppni á leikunum.
Nánar ...
22.01.2024

Fréttir frá Gangwon

Fréttir frá GangwonKeppni er hafin á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í Suður-Kóreu. Keppendur í alpagreinum mættu fyrst á svæðið, 18. janúar sl. Þau voru viðstödd setningarhátíð leikanna, 19. janúar, sem bauð upp á frábæra ljósasýningu, söng, dans í bland við hefðbundin dagskráratriði.
Nánar ...
22.01.2024

Vel heppnuð ráðstefna um 5C í Nottingham Englandi

Vel heppnuð ráðstefna um 5C í Nottingham EnglandiFöstudaginn 12. janúar var haldin 5C ráðstefna í Nottingham Trent háskólanum í Englandi sem bar yfirskriftina The 5Cs Framework in Youth Sport: Critical Reflections on Practice and Advancements in Applications! Ráðstefnan var síðasti viðburðurinn í tengslum við Erasmus + samstarfsverkefni um innleiðingu á sálfélagslegri þjálfun með aðferðafræði 5C á Íslandi.
Nánar ...