Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

17.04.2018

Samráðsgátt - ósk um ábendingar frá íþróttahreyfingunni

Samráðsgátt - ósk um ábendingar frá íþróttahreyfingunniÍ kjölfar #metoo yfirlýsinga íþróttakvenna var stofnaður starfshópur í mennta-og menningamálaráðuneytinu til að vinna að tillögum til frekari aðgerða. Starfshópurinn er enn að störfum og er að skoða þá verkferla sem eru við lýði í íþróttastarfi og gera tillögur til úrbóta. Búið er að útbúa samráðsgátt og er nú leitað til íþróttahreyfingarinnar um ábendingar um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar til að hindra kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
Nánar ...
17.04.2018

Nýr framkvæmdastjóri UDN

Nýr framkvæmdastjóri UDNJón Egill Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Jón tók við starfinu af Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, rétt eftir miðjan mars sl. Hann er jafnframt íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar. Saman munu Jón Egill og Svana Hrönn, sem ráðin hefur verið í starf framkvæmdastjóra Glímusambands Íslands, vinna að því að skipuleggja 100 ára afmæli UDN þann 24. maí, en það er stærsti viðburðurinn sem framundan er hjá UDN.
Nánar ...
17.04.2018

Heiðranir á ársþingi HSH

Heiðranir á ársþingi HSHÁrsþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram í samkomuhúsinu í Grundarfirði í gærkvöldi. Þingið var vel sótt en um 25 þingfulltrúar frá aðildarfélögum HSH mættu til þings.​ Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long varaformaður, Garðar Svansson gjaldkeri, Ragnhildur Sigurðardóttir ritari og Sæunn Dögg Baldursdóttir meðstjórnandi.
Nánar ...
16.04.2018

Maður er manns gaman

Maður er manns gamanÞann 12. apríl sl. fór fram ráðstefna í Háskólanum á Akureyri sem bar heitið „Maður er manns gaman“, en hún snérist um félagsauð og heilsu á efri árum. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Við setningu ráðstefnunnar söng Kór eldri borgara á Akureyri. Fjölmörg erindi fóru fram á ráðstefnunni, en hún stóð frá 10:30-16:00. Mæting var frábær og var þétt setið í salnum. Ráðstefnunni stýrði Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi talmeinafræðingur og æðarbóndi.
Nánar ...
16.04.2018

19. Skautaþing ÍSS

19. Skautaþing ÍSS19. Skautaþing ÍSS fór fram þann 14. apríl sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ný stjórn var kosin, en Guðbjört Erlendsdóttir var áfram kjörinn formaður. Auk hennar í stjórn voru kjörin Svava Hróðný Jónsdóttir, Friðjón Gudjohnsen, Heba Finnsdóttir og Jóna Jónsdóttir. Varamenn voru kjörnir Guðrún Elíasdóttir og Oksana Shalabai.
Nánar ...
16.04.2018

Ólympísk listaverk í PyeongChang

Ólympísk listaverk í PyeongChangAlþjóðaólympíunefndin (IOC) hratt af stað skemmtilegu verkefni í kringum Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í febrúar. Nefndin bauð fjórum Ólympíuförum, sem einnig eru listamenn, að vera hluti af Vetrarólympíuleikunum með því að skapa listaverk sem tengist leikunum. Út frá þessu urðu til tvö ólík listaverk, annað kallast Ólympíudraumar og er stuttmynd sem skiptist í fimm þætti, hitt er málverk sem sýnir ólympísk gildi.
Nánar ...
15.04.2018

Ólafssalur vígður á Ásvöllum

Ólafssalur vígður á ÁsvöllumÞann 12. apríl síðastliðinn, á 87 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði, var nýtt körfuknattleikshús á Ásvöllum vígt við formlega athöfn. Þetta er fyrsta húsið á Íslandi sem er byggt með einungis körfuknattleik í huga og hlaut nýji salurinn heitið „Ólafssalur” til minningar um Ólaf E. Rafnsson forseta ÍSÍ sem varð bráðkvaddur í júnímánuði 2013, þá aðeins fimmtugur að aldri.
Nánar ...
13.04.2018

Úrslit Hjólað í háskólann 2018

Úrslit Hjólað í háskólann 2018Nú er Hjólað í háskólann 2018 lokið og úrslit liggja fyrir. Fyrir neðan má sjá tölfræði úr verkefninu í ár, en í sviga má sjá samanburð við síðasta ár.
Nánar ...
13.04.2018

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofn

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofnStarfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í dag þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands.​
Nánar ...
12.04.2018

Heiðranir á ársþingi FRÍ

Heiðranir á ársþingi FRÍÁrsþing Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Smáranum í Kópavogi. Þingið var afar starfsamt og voru 54 tillögur afgreiddar. Þingforsetar voru þau Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir og stýrði þau þinginu af röggsemi. Þingið var í fyrsta sinn rafrænt.
Nánar ...
12.04.2018

Laufey Sigurðardóttir með réttindi til að vera yfirdómari

Laufey Sigurðardóttir með réttindi til að vera yfirdómariLaufey Sigurðardóttir, badmintondómari, hefur hlotið réttindi til að vera yfirdómari (Referee) á alþjóðlegum badmintonmótum innan Evrópu. Er hún fyrsti íslenski badmintondómarinn sem nær þessum merka áfanga. Dómaraferill Laufeyjar spannar mörg ár en hún byrjaði að dæma árið 2000. Frá árinu 2002 hefur hún dæmt á flestöllum mótum á Íslandi og frá árinu 2004 hefur hún reglulega dæmt erlendis á alþjóðlegum mótum, m.a. mótum á Evrópsku mótaröðinni. Evrópska badmintonsambandið (BE) hefur sóst eftir því við hana í gegnum árin að hún verði BE dómari, en til þess að halda þeim réttindum þarf dómari að fara á nokkur mót á ári erlendis.
Nánar ...
11.04.2018

Skilafrestur starfsskýrslna til ÍSÍ að renna út

Skilafrestur starfsskýrslna til ÍSÍ að renna útSambandsaðilar ÍSÍ, íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra eru minnt á að skilafrestur á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út um helgina, eða nánar tiltekið 15. apríl nk. ÍSÍ hvetur alla viðkomandi til að ljúka skilum sem fyrst í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, https://felix.is.
Nánar ...