Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

16.04.2019

Heimsókn til ÍSÍ

Heimsókn til ÍSÍ Á dögunum kom hópur nemenda úr Kvennaskólanum í Reykjavík í heimsókn og fékk fræðslu um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar og starfsemi ÍSÍ. Hópurinn stundar nám í áfanga sem heitir Uppeldi og íþróttir og er kennarinn þeirra Ólína Ásgeirsdóttir.
Nánar ...
15.04.2019

Afturelding Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Afturelding Fyrirmyndarfélag ÍSÍUngmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðaraðalfundi félagsins sem haldinn var í Hlégarði fimmtudaginn 11. apríl sl. Aðalfundurinn var sannkallaður hátíðaraðalfundur þar sem félagið hélt upp á 110 ára afmæli sitt þennan dag. Alls fengu níu deildir félagsins viðurkenningu sem Fyrirmyndardeildir ÍSÍ á fundinum og þar sem sú tíunda var með viðurkenninguna fyrir eru nú allar deildir félagsins Fyrirmyndardeildir ÍSÍ og þar með félagið í heild sinni Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það var Úlfur H. Hróbjartsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt í stjórn Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti fulltrúum aðalstjórnar og deilda viðurkenningarnar og naut hann dyggrar aðstoðar Hafsteins Pálssonar sem líka er í framkvæmdastjórn ÍSÍ og var jafnframt fundarstjóri fundarins.
Nánar ...
12.04.2019

100 dagar til EYOF í Bakú

100 dagar til EYOF í BakúÍ dag eru 100 dagar þar til Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður sett í Bakú í Azerbaijan þann 21. júlí 2019. Hátíðin er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára. Keppnisgreinar á hátíðinni eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni verður einnig keppt í glímu. Keppendur koma frá 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur um 3.600 talsins. Ísland sendir keppendur í frjálsíþróttum, sundi, fimleikum, handknattleik og hjólreiðum. Íslendingar munu einnig senda flokksstjóra, þjálfara, dómara og fararstjóra.​
Nánar ...
11.04.2019

Fyrirmyndardeildir í Njarðvík

Fyrirmyndardeildir í NjarðvíkUngmennafélagið Njarðvík fékk endurnýjun viðurkenninga þriggja deilda félagsins sem Fyrirmyndardeildir ÍSÍ á aðalfundi félagsins í Íþróttahúsinu í Njarðvík miðvikudaginn 10. apríl sl. Það var Þráinn Hafsteinsson stjórnarmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ. Deildirnar þrjár sem um ræðir eru knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild og sunddeild. Júdódeild félagsins hefur þessa viðurkenningu einnig, endurnýjaði hana árið 2017.
Nánar ...
10.04.2019

Skil á starfsskýrslum sambandsaðila

Skil á starfsskýrslum sambandsaðilaÍSÍ minnir sambandsaðila sína á að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ í gegnum Felix kerfið fyrir 15. apríl nk. Þeir sambandsaðilar sem ekki hafa enn haldið sína aðalfundi, geta sótt um frest til að skila ársreikningshluta skýrslunnar fram yfir aðalfund viðkomandi. Umsókn um frest þarf að senda skriflega á netfangið isi@isi.is, með afriti til viðkomandi íþróttahéraðs. Um 24% félaga hafa þegar skilað inn starfsskýrslum en betur má ef duga skal. ÍSÍ hvetur íþrótta- og ungmennafélög til þess að virða lögbundinn skilafrest starfsskýrslna.
Nánar ...
10.04.2019

Jason Ívarsson heiðraður með Gullmerki ÍSÍ

Jason Ívarsson heiðraður með Gullmerki ÍSÍÞann 29. mars sl. fór fram 47. ársþings Blaksambands Íslands (BLÍ) í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Grétar Eggertsson var kjörinn formaður BLÍ, en hann tók við af Jasoni Ívarssyni sem gegnt hefur embætti formanns sambandsins síðastliðin 14 ár. Grétar var einn í framboði og var því sjálfkörinn formaður BLÍ til tveggja ára með lófataki þingfulltrúa. Stefán Jóhannesson varaformaður BLÍ sæmdi Jason Ívarsson gullmerki BLÍ um leið og hann þakkaði honum fyrir óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar.
Nánar ...
10.04.2019

#PlayTrueDay dagurinn í dag

#PlayTrueDay dagurinn í dagDagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) árið 2013. Síðan þá hafa á hverju ári fleiri og fleiri lönd og íþróttasambönd tekið þátt í deginum og deilt skilaboðunum um hinn sanna keppnisanda og um að vernda gildi íþróttanna. Oft er talað um þessi gildi sem „íþróttaandann“. Markmiðið með Play True Day er að gera daginn að alþjóðlegri herferð.
Nánar ...
09.04.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...
09.04.2019

Ársþing ÍSS - Ný stjórn

Ársþing ÍSS - Ný stjórn20. Ársþing Skautasambands Íslands fór fram í Borgarnesi á B59 Hóteli sl. helgi. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK. Heba Finnsdóttir var kosin þingritari. Farið var yfir skýrslu stjórnar, ársuppgjör og reikningar samþykktir. Gunnar Bragason, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.
Nánar ...
09.04.2019

Ný stjórn hjá HSÍ

Ný stjórn hjá HSÍÞann 6. apríl sl. fór fram 62. ársþing Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) í Laugardalshöll þar sem Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður til tveggja ára og ný stjórn kjörin. Ný í stjórn eru þau Páll Þórólfsson, Jón Viðar Stefánsson, Magnús Karl Daníelsson og Kristín Þórðardóttir. Hjalti Þór Hreinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Þorgeir Haraldsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og voru þökkuð góð störf í þágu HSÍ. Hagnaður HSÍ árið 2018 nam um 7,5 milljónum kr. en það er umtalsverður viðsnúningur á rekstrinum frá árinu 2017 þegar 38 milljón kr. tap var á rekstri sambandsins. Velta HSÍ árið 2018 nam tæpum 275 milljónum kr. sem er aukning um rúmar 50 milljónir frá árinu 2017 og munar þar mest um aukningu á tekjum frá styrktaraðilum og úr Afrekssjóði ÍSÍ. Meðal lagabreytinga á ársþinginu voru nýjar reglur sem snúa að veðmálum. Áhyggjur vegna aukinna umsvifa þeirra innan handboltans voru áberandi og ströng viðurlög samþykkt. Auk þess voru nýjar siðareglur HSÍ samþykktar ásamt afreksstefnu sambandsins. Þá var samþykkt þingsályktunartillaga um nýjan þjóðarleikvang. Tillagan er eftirfarandi:
Nánar ...
08.04.2019

Hjón fengu heiðursviðurkenningar á þingi UÍA

Hjón fengu heiðursviðurkenningar á þingi UÍAUngmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hélt ársþing sitt á Stöðvarfirði laugardaginn 6. apríl sl. Alls sóttu 46 þingfulltrúar þingið að þessu sinni og var jákvætt andrúmsloft ríkjandi í þingstörfum öllum. ÍSÍ veitti þeim hjónum Birni Hafþóri Guðmundssyni og Hlíf Bryndísi Herbjörnsdóttur heiðursviðurkenningar á þinginu, Björn Hafþór fékk Gullmerki ÍSÍ og Hlíf Silfurmerki ÍSÍ. Þau hjónin hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu íþrótta, bæði hjá UÍA og einnig aðildarfélögunum Súlunni á Stöðvarfirði og Neista á Djúpavogi. Björn Hafþór var því miður fjarverandi en Hlíf tók við heiðursviðurkenningunum fyrir hönd þeirra hjóna. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar. Auk þess var skipulögð hópavinna þar sem fram fóru umræður um fimm mismunandi mál er snerta íþróttastarfið innan UÍA. Umræður voru líflegar og stjórn UÍA fékk niðurstöður þeirra til úrvinnslu á komandi misserum. Gunnar Gunnarsson hlaut kosningu til áframhaldandi formannssetu hjá UÍA með lófaklappi. Þingforseti var Sif Hauksdóttir og stýrði hún þinginu af röggsemi. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
08.04.2019

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAH

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAHUngmennasamband Austur – Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt sunnudaginn 7. apríl sl. að Húnavöllum. Vel var mætt til þings þar sem allir þingfulltrúar frá virkum aðildarfélögum sem rétt höfðu til setu á þinginu voru mættir, alls 35 talsins. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og má þar nefna tillögu um endurskoðun stefnumótunar USAH. Tillagan var samþykkt og sem viðbót við tillöguna beindi þingið því til USAH að skoða vel möguleika á umsókn til ÍSÍ um viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Slík viðurkenning og þau atriði sem uppfylla þarf væru í raun hluti af góðri stefnumótun fyrir USAH. Virkilega góður andi var ríkjandi á þinginu og mikill samhljómur um starfið framundan. Rúnar Aðalbjörn Pétursson var kjörinn til áframhaldandi formannssetu með lófaklappi. 1. þingforseti var Pétur Pétursson og 2. þingforseti Guðrún Sigurjónsdóttir og stýrðu þau þinginu af þekkingu og öryggi. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...