Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

11.05.2018

Mjög góð þátttaka í vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

Mjög góð þátttaka í vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntunVorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið á öllum þremur stigum námsins, 1. 2. og 3. stigi. Þátttakan var mjög góð, 37 þjálfarar luku námi á 1. stigi, 10 þjálfarar luku 2. stigi og 17 þjálfarar luku 3. stigi, samtals 64 þjálfarar. Um er að ræða almennan hluta menntunarinnar sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinahluta menntunarinnar sækja nemendur hjá viðkomandi sérsambandi/sérnefnd ÍSÍ.
Nánar ...
10.05.2018

Ný persónuverndarlöggjöf 2018

Ný persónuverndarlöggjöf 2018Þann 25. maí 2018 tekur gildi á Íslandi ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd. Hún leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Rétt er þó að taka fram að löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi hérlendis. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja hinni nýju löggjöf. Persónuvernd, sem framfylgir persónuverndarlöggjöfinni á Íslandi, hefur gefið út leiðbeinandi efni um það helsta sem þarf að undirbúa fyrir gildistöku laganna. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá 14. apríl 2016 segir að hinar nýju reglur staðfesti að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla.
Nánar ...
10.05.2018

Nemendur úr HR í starfsnámi

Nemendur úr HR í starfsnámiÞeir Birgir Viktor Hannesson og Marinó Ingi Adolfsson, sem stunda nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, hafa verið í starfsnámi hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í þrjár vikur. Þeir hafa hjálpað til við nokkur verkefni, m.a. blakmót UMSK og Blaksambands Íslands. Mótið er grunnskólamót fyrir alla nemendur í 4.-7. bekk sem stunda nám við grunnskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. ÍSÍ þakkar þeim félögum fyrir sýndan áhuga á starfsemi ÍSÍ og óskar þeim góðs gengis í áframhaldandi námi.
Nánar ...
08.05.2018

Fagna afrekum sínum eftir á

Fagna afrekum sínum eftir áÞær aðstæður koma nú reglulega upp þar sem íþróttafólk sem unnið hefur til verðlauna á Ólympíuleikum gerist sekt um lyfjamisferli og missir því verðlaun sín. Það íþróttafólk, sem næst er í röðinni missti því af sínu tækifæri til þess að fagna afrekum sínum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. Íþróttamannanefnd innan IOC hefur unnið að því síðustu mánuði að setja saman ákveðin viðmið fyrir þetta íþróttafólk, um hvernig það geti fengið sín verðlaun afhent og þar með fagnað sínum árangri. Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) þessi meginviðmið sem íþróttamannanefndin setti saman.​
Nánar ...
07.05.2018

Hjólað í vinnuna í fullum gangi

Hjólað í vinnuna í fullum gangiHjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en þegar að fimm dagar eru liðnir af keppninni hafa tæpir 48.000 km verið skráðir, sem jafngildir 36 hringjum í kringum Ísland. 3336 þátttakendur eru skráðir til leiks í dag, en vonandi bætist í hópinn á næstu dögum.
Nánar ...
07.05.2018

Ársþing BSÍ

Ársþing BSÍ 49. þing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 2. maí sl. Þingið fór í alla staði vel fram og var því stýrt örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá sex héraðssamböndum og íþróttabandalögum sóttu þingið.
Nánar ...
07.05.2018

Göngufótbolti fyrir eldri iðkendur

Göngufótbolti fyrir eldri iðkendurGöngufótbolti er hugsaður til að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap. Göngufótboltinn hjá Þrótti hóf göngu sína þann 1. desember 2017 á Eimskipsvellinum (gervigrasið) í Laugardal. Vegna veðuraðstæðna var ákveðið að vera með göngufótboltann í Sporthúsinu í Kópavogi. Nú verða æfingarnar færðar aftur á Eimskipsvöllinn. Æfingar í göngufótbolta eru á miðvikudögum kl. 12:15 – 13:15 í allt sumar.
Nánar ...
04.05.2018

Felix starfsskýrsluskil

Felix starfsskýrsluskilFelix er miðlægt tölvukerfi ÍSÍ og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og heldur utan um íþróttaiðkendur á Íslandi. Kerfið var fyrst tekið í notkun árið 2004. Nýtt og endurbætt kerfi var svo tekið í notkun snemma árs 2017. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið. Framkvæmdastjórn ÍSÍ heimilaði skrifstofu ÍSÍ á fundi sínum 26. apríl 2018 að beita keppnisbanni á félög og deildir sem eru í vanskilum með starfsskýrslur 15. maí nk.
Nánar ...
04.05.2018

71. ársþing HSS

71. ársþing HSS71. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið að Laugarhóli í Bjarnarfirði 3. maí 2018. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og bar kveðjur frá forseta, framkvæmdastjórn og starfsfólki ÍSÍ. Garðar þakkaði sérstaklega fyrir móttökur við heimsókn stjórnar ÍSÍ á sambandssvæði HSS síðastliðið haust.
Nánar ...
04.05.2018

Heiðranir á ársþingi HSÍ

Heiðranir á ársþingi HSÍÁrsþing Handknattleikssambands Íslands fór fram 28. apríl síðastliðinn. Kjartan Steinbach var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ og Guðjón L. Sigurðsson og Ásta Óskarsdóttir sæmd Gullmerki ÍSÍ.
Nánar ...