Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

31.05.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram víðsvegar um land allt laugardaginn 2. júní næstkomandi. Hlaupin fara fram á mismunandi tímum eftir staðsetningu, en lista yfir hlaupin má finna á vefsíðu hlaupsins.
Nánar ...
31.05.2018

Ársþing ÍRB

Ársþing ÍRBÁ þinginu voru lagðar fram lagabreytingar sem voru kynntar fyrir aðildarfélögum með boðun þings. Einar Haraldsson formaður lagabreytinganefndar kynnti tillögur nefndarinnar og voru breytingarnar á lögum bandalagsins svo samþykktar samhljóða af þingfulltrúum. Helsta breytingin sneri að mætingu aðildarfélaga á ársþing bandalagsins. Ef aðildarfélag sækir ekki ársþing er heimilt að skerða félagið um 50% af lottó tekjum þess. Af 10 aðildarfélögum ÍRB áttu einungis 4 þingfulltrúa á þinginu núna, með 26 þingfulltrúa.​
Nánar ...
29.05.2018

Nýr formaður kjörinn í KLÍ

Nýr formaður kjörinn í KLÍ25. ársþing Keilusambands Íslands fór fram í ÍR-heimilinu sunnudaginn 27. maí sl. Ásgrímur Helgi Einarsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns og var því kjörinn nýr formaður sambandsins. Jóhann Ágúst Jóhannsson var kjörinn formaður KLÍ til næstu tveggja ára.
Nánar ...
28.05.2018

7. ársþing Skylmingasambands Íslands

7. ársþing Skylmingasambands Íslands7. ársþing Skylmingasambands Íslands (SKY) var haldið 24. maí 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en þing sambandsins eru haldin annað hvert ár. Alls sóttu þingið 15 fulltrúar frá þremur aðildarsamböndum SKY. Anna Karlsdóttir varaformaður flutti skýrslu stjórnar og formaður sambandsins Nikolay Mateev reikninga þess, en sambandið var rekið með hagnaði bæði rekstrarárin. Á þinginu voru kynntar breytingar á móta- og keppendareglum, svo og hvata- og styrktarkerfi sambandsins til afreks- og landsliðsfólks. Á þinginu var skrifað undir styrktarsamning Orkusölunnar við SKY til næstu ára.
Nánar ...
26.05.2018

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leika

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leikaAðalfundur og fundur tækninefndar Smáþjóðaleika Evrópu fóru fram í gær og í dag í borginni Budva í Svartfjallalandi. Fundina sóttu þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem einnig á sæti í tækninefnd leikanna.
Nánar ...
26.05.2018

Laus störf hjá ÍSÍ

Laus störf hjá ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ annars vegar og Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hins vegar.
Nánar ...
24.05.2018

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna á morgun

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna á morgunVerðlaunaafhending fer fram í hádeginu á morgun föstudaginn 25. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Við bjóðum þér að hjóla við og þiggja gómsæta súpu og nýbakað brauð meðan á afhendingu stendur. Vinningshafar í liðsstjóraleiknum verða tilkynntir og veitt verðlaun frá Erninum
Nánar ...
24.05.2018

Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?

Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? Leitað verður svara við þessari spurningu á sjötta og síðasta fundinum í fundaröð Háskóla Íslands Háskólinn og samfélagið – Best fyrir börnin.
Nánar ...
23.05.2018

Úrslit Hjólað í vinnuna 2018

Úrslit Hjólað í vinnuna 2018Hjólað í vinnuna var haldið í sextánda sinn í ár. Nú er keppni lokið og úrslit eru ljós. Hér má nálgast staðfest úrslit þriggja efstu vinnustaða í hverjum flokki. Heildar stöðu keppninnar má svo nálgast hér. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra.
Nánar ...
22.05.2018

Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ

Kvennahlaupsnefnd ÍSÍHjá ÍSÍ eru starfandi fjölmargar nefndir og ein þeirra er Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ. Nú, í aðdraganda Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ sem fram fer á landsvísu 2. júní nk., er í nógu að snúast hjá nefndinni og kom hún saman á fundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í vikunni. Í Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ sitja Þráinn Hafsteinsson, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir, Anna Ragnheiður Möller og Gígja Gunnarsdóttir. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti nýlega að fjölga í nefndinni og var Þráinn, sem einnig á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ, þá skipaður í nefndina. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem á sæti í nefndinni. Gert er ráð fyrir að nefndin verði stækkuð um einn til viðbótar síðar á þessu ári og telji þá samtals fimm.
Nánar ...