Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

15.06.2019

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar og til frekari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Það hefur sannarlega mælst vel fyrir og því til stuðnings segir það sitt að Kvennahlaupið hefur lengi verið stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn á Íslandi. Þátttaka í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt og ár hvert hlaupa þúsundir kvenna um allt land og njóta þess að hreyfa sig saman. Dætur, mæður, frænkur, systur og vinkonur taka þátt og þar eru börn, ungmenni og karlar einnig velkomin.
Nánar ...
14.06.2019

Aldrei fleiri konur í stjórn ÍSÍ

Aldrei fleiri konur í stjórn ÍSÍÁ Íþróttaþingi ÍSÍ 2019 var kosið til framkvæmdastjórnar ÍSÍ og hefur hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn ÍSÍ aldrei verið hærra, en í stjórninni eru nú 7 konur og 9 karlar. Hlutfall kvenna er því tæp 44%. Í aðalstjórnum innan sambandsaðila ÍSÍ, ef staðan er tekin í dag, er hlutfall kvenna mest í íþróttahéruðum, 39%, næst í íþróttafélögum, 34% og í sérsamböndum 31%.​
Nánar ...
14.06.2019

Samstaða og kraftur kvenna

Samstaða og kraftur kvennaÁrið 1990 var fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ haldið á átta stöðum á landinu, í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir, sem sæti átti í framkvæmdastjórn ÍSÍ á þeim tíma, var í lykilhlutverki við stofnun hlaupsins og síðar framkvæmd þess til margra ára. Lovísa var mikil kjarnakona og það var hennar hugsjón að fá fleiri konur til að iðka íþróttir og almenna hreyfingu, sér til heilsubótar. Hún hreif með sér aðra drífandi einstaklinga og ævintýrið hófst. Síðar var sett á laggirnar Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ sem hefur leitt undirbúning og skipulag hlaupsins af hálfu ÍSÍ með miklum sóma.
Nánar ...
13.06.2019

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á laugardaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á laugardaginnSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugasta sinn laugardaginn 15. júní og er hlaupið langstærsti almenningsíþróttaviðburðurinn á Íslandi á hverju ári. Konur á öllum aldri koma saman á hlaupadegi og eiga skemmtilega stund þar sem sumar hlaupa en aðrar ganga. Í 30 ár hafa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu, hreyfingu og samveru. Hlaupið er á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis. Kvennahlaupið hefur meðal annars verið haldið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Þýskalandi, Belgíu, Sviss, Lúxemborg, Mallorca, víða í Bandaríkjunum, Mósambík og Namibíu. Hvar sem konur eru niðurkomnar þá eru þær partur af einhverju stærra þegar þær taka þátt í Kvennahlaupinu.
Nánar ...
12.06.2019

Fyrirmyndarhéruð ÍSÍ og Fyrirmyndarfélög ÍSÍ

Fyrirmyndarhéruð ÍSÍ og Fyrirmyndarfélög ÍSÍMikil vakning er þessi misserin hvað varðar áhuga á viðurkenningum ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Íþróttahéruðin eru hvert á fætur öðru farin að vinna að því að uppfylla skilyrði ÍSÍ hvað þetta varðar. Athyglisvert er að í stefnum og samþykktum sveitarfélaga og íþróttahéraða má í auknum mæli finna ákvæði um þessar viðurkenningar og þar með aukið faglegt starf í málefnum íþrótta. Sem dæmi má nefna að í Íþróttastefnu Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar er kveðið á um að ÍBA verði Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og öll aðildarfélög ÍBA Fyrirmyndarfélög ÍSÍ. ÍBA er komið á fullt í þessari vinnu og aðildarfélögin líka, þ.e. þau þeirra sem ekki hafa þessa viðurkenningu nú þegar.
Nánar ...
07.06.2019

Forsýning á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Forsýning á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍÍ gær var boðið til forsýningar á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem gerð var í tilefni af 30 ára sögu hlaupsins. Myndin var sýnd í Laugarásbíó þar sem margt af forsvarsfólki hlaupsins var mætt ásamt góðum gestum. Myndin fangar sögu hlaupsins undanfarin 30 ár á skemmtilegan hátt og eiga Arnar Þórisson og Stefán Drengsson þakkir skilið fyrir vel unnin störf. Allir fá tækifæri til að horfa á þessa skemmtilegu og merku heimildarmynd á annan í Hvítasunnu á RÚV kl.19:40.
Nánar ...
06.06.2019

Áherslan á samstöðu kvenna

Áherslan á samstöðu kvenna Þann 15. júní nk. fer Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Í ár fer hlaupið fram í þrítugasta skipti, en fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Í dag er áherslan ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum. Hlaupið er ár­viss viðburður hjá mörgum konum sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hóp­inn.
Nánar ...
04.06.2019

Viltu verða þjálfari?

Viltu verða þjálfari?Sumarfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
03.06.2019

Hrafnhildur og Matthías flogin út til Ólympíu

Hrafnhildur og Matthías flogin út til ÓlympíuÁr hvert er tveimur einstaklingum boðið að taka þátt í námskeiði í Ólympíu á vegum Ólympíuakademíunnar. Auglýst var eftir umsóknum og urðu tveir fyrir valinu, einn af hvoru kyni. Í þetta sinn voru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir úr sundi og Matthías Heiðarsson úr frjálsum valin til fararinnar.
Nánar ...
03.06.2019

Skíðaþing SKÍ - Nýr formaður

Skíðaþing SKÍ - Nýr formaðurSkíðaþing Skíðasambands Íslands (SKÍ) fór fram í Ólafsfirði þann 25. maí sl. Þingið hófst með þingsetningu og í kjölfarið var skýrsla stjórnar og ársreikningar síðustu tveggja ára kynntir, þingskjöl voru kynnt og útdeilt til nefnda. Nefndarstörf fóru fram og voru þingskjöl síðan tekin til atkvæðagreiðslu sem og að kosningar fóru fram. Þrír stjórnarnmenn gengu úr stjórn, þeir Einar Þór Bjarnason (formaður), Ögmundur Knútsson (varaformaður) og Kristján Hauksson (ritari). Allir hafa þeir starfað innan sambandsins í stjórn og nefndum í mörg ár. Bjarni Theódór Bjarnason er nýr formaður SKÍ en hann var sjálfkjörinn þar sem engin önnur framboð bárust. Engin kosning var í fagnefndir þar sem ný lög voru samþykkt á þinginu sem kveða á um að stjórn tilnefni í nefndirnar.
Nánar ...
03.06.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...