Beint á efnisyfirlit síðunnar

21.04.2017

Hjólað í vinnuna á næsta leiti

Nú fer að líða að verkefninu Hjólað í vinnuna, sem Almenningsíþróttasvið ÍSÍ heldur utan um, en verkefnið fer fram dagana 3.- 23. maí . Í Morgunblaðinu í dag má sjá greinina „Hjólað í vinnuna helmingar sjúkdóma“. Þar kemur fram, samkvæmt niðurstöðum fimm ára rannsóknar sem Háskólinn í Glasgow framkvæmdi, að það að hjóla til og frá vinnu minnki hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum um helming. Kostur hjólreiða væri meðal annars sá að það þyrfti engan viljastyrk til að sveifla sér á bak reiðhjóli eftir að hjólreiðar væru orðnar rútína. Einnig var sýnt fram á að það að ganga frekar en ferðast með almenningssamböndum eða bíl væri betra. Á rannsóknartímanum reyndust reglubundnar hjólreiðar til og frá vinnu minnka hættuna á andláti af hvaða ástæðu sem væri um 41%, af völdum krabbameins um 45% og hjartagalla um 46%. Einnig kom í ljós að því lengra sem hjólað er því meiri heilsufarslegur ávinningur. Ganga dró líka úr líkum á hjartaveiki, en þó aðallega hjá fólki sem gekk lengra en 10 km á viku. Fjallað er um rannsóknina í nýjasta hefti breska læknaritsins British Medical Journal. Í rannsókninni tóku þátt 250 þúsund manns sem dagsdaglega ferðuðust milli heimilis og vinnu.
Nánar ...
18.04.2017

Magnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ látinn

Magnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ og Heiðursfélagi ÍSÍ lést þann 11. apríl síðastliðinn. Magnús átti farsælan feril í starfi innan íþróttahreyfingarinnar. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Akraness (ÍA) frá árunum 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var þar meðal annars í forystu um byggingu Íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Hann var einnig Heiðursfélagi ÍA. Magnús var varaforseti Íþróttasambands Íslands frá 1992 til 1997 og Heiðursfélagi ÍSÍ.
Nánar ...
13.04.2017

Gleðilega páska

ÍSÍ óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska. Skrifstofa ÍSÍ er lokuð yfir páskana. Skrifstofan opnar aftur kl.8:30 þriðjudaginn 18. apríl.
Nánar ...
12.04.2017

Hjólað í vinnuna 3. - 23. maí

Það er kominn tími til að fara yfir bremsurnar, gírana og dekkin. Hjólað í vinnuna 2017 er dagana 3.- 23. maí og hefst skráning þann 19. apríl. Glæsilegir vinningar frá Erninum verða dregnir út í Popplandi daglega á meðan á verkefninu stendur.
Nánar ...
10.04.2017

Frestun skila á starfsskýrslum til ÍSÍ

Í ljósi þess að í ár er skýrslum skilað í gegnum nýtt kerfi og að skilafrestur lendir á páskum þá hefur verið ákveðið að lengja frestinn um einn mánuð eða til 15. maí næstkomandi.
Nánar ...
07.04.2017

Ánægja í íþróttum meðal grunnskólanema í 8.-10.bekk

Rannsóknirnar Ungt fólk eru rannsóknir á högum, líðan og aðstæðum ungs fólks sem gerðar hafa verið á Íslandi reglubundið frá árinu 1992 í 5.-10. bekk í grunnskóla og öllum bekkjum í framhaldsskóla. Rannsóknirnar eru þýðisrannsóknir en í því felst að spurningalistar eru lagðir fyrir allt þýðið sem í þessu tilfelli eru allir þeir sem mættir eru í skólann í 8.-10. bekk í febrúarmánuði 2016. Um er að ræða gild svör frá rúmlega 10.500 nemendum og eru niðurstöður því mjög áreiðanlegar.​
Nánar ...
06.04.2017

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefnda

Í byrjun apríl fékk Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ til sín í heimsókn fulltrúa frá öðrum norrænum lyfjaeftirlitum. Tilgangur heimsóknarinnar var að samræma aðgerðir lyfjaeftirlitsaðila við lyfjaeftirlit og einnig fara yfir verkferla er snúa að blóðsýnatöku. Árið 2018 verður lyfjaeftirlitum um allan heim skylt að taka blóðsýni á íþróttamönnum og var þetta liður í undirbúningi fyrir það. Samtals komu til landsins sex aðilar og tóku þeir til að mynda þátt í lyfjaeftirliti með Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ. Þetta var í fyrsta skipti sem norræn lyfjaeftirlit koma saman og standa að sameiginlegu lyfjaeftirliti og tókst það mjög vel til. Það stendur til að hafa slíkt samstarf reglulegan viðburð, enda eiga norræn lyfjaeftirlit í mjög góðu samstarfi almennt og hefur samkomulag þess efnis verið í gildi síðan árið 1994.
Nánar ...
06.04.2017

Meistaradagar á RÚV

ÍSÍ vekur athygli á Meistaradögum, sem hefjast á RÚV í dag kl.17:20. Um er að ræða mikla íþróttahátíð með nýju sniði þar sem keppt verður um Íslands- og bikarmeistaratitla í átta íþróttagreinum á þremur dögum. Í dag fer fram Íslandsmót í hópfimleikum. Á morgun, föstudag, fer fram Íslandsmót í sundi. Á laugardag verða bikarúrslit liða í keilu, meistarar meistaranna í pílu, Íslandsmót í áhaldafimleikum og Íslandsmót í kraftlyftingum.
Nánar ...
06.04.2017

International Day of Sport for Development and Peace

Í dag er Alþjóðlegur dagur þróunar og friðar í íþróttum eða International Day of Sport for Development and Peace. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur um heim allan 6. apríl ár hvert síðan 2014. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var ákveðið að tilnefna 6. apríl í þetta hlutverk, en valið á deginum tengist fyrstu nútíma Ólympíuleikunum sem haldnir voru árið 1896.
Nánar ...
04.04.2017

Forseti ÍSÍ í heimsókn hjá UMSK

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ásamt föruneyti heimsótti starfssvæði Ungmennasambands Kjalarnesþings - UMSK, 29. mars síðastliðinn. Fundað var með fulltrúum stjórnar UMSK, fulltrúum íþrótta- og ungmennafélaga innan UMSK og íþróttafulltrúum sveitarfélaganna á starfssvæði UMSK. Fundurinn fór fram í stórglæsilegri íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK kynnti starfsemi UMSK og íþróttafulltrúarnir Sigurður Guðmundsson, Mosfellsbæ, Jón Júlíusson, Kópavogi, Haukur Geirmundsson, Seltjarnarnesi og Kári Jónsson, Garðabæ kynntu uppbyggingu íþróttamannvirkja og framtíðarsýn í sveitarfélögunum. Mikil og blómleg starfsemi er í félögum innan vébanda UMSK en þar er m.a. að finna nokkur af stærstu fjölgreinafélögum landsins. Sveitarfélögin á svæði UMSK eiga hrós skilið fyrir glæsilega uppbyggingu íþróttamannvirkja og góðan stuðning við íþróttastarf. Forseti ÍSÍ ávarpaði fundinn og afhenti formanni UMSK bækur og borðfána ÍSÍ að gjöf. Að lokinni dagskrá var íþróttamiðstöðin skoðuð.
Nánar ...

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  24