Beint á efnisyfirlit síðunnar

07.04.2017

Ánægja í íþróttum meðal grunnskólanema í 8.-10.bekk

Rannsóknirnar Ungt fólk eru rannsóknir á högum, líðan og aðstæðum ungs fólks sem gerðar hafa verið á Íslandi reglubundið frá árinu 1992 í 5.-10. bekk í grunnskóla og öllum bekkjum í framhaldsskóla. Rannsóknirnar eru þýðisrannsóknir en í því felst að spurningalistar eru lagðir fyrir allt þýðið sem í þessu tilfelli eru allir þeir sem mættir eru í skólann í 8.-10. bekk í febrúarmánuði 2016. Um er að ræða gild svör frá rúmlega 10.500 nemendum og eru niðurstöður því mjög áreiðanlegar.​
Nánar ...
06.04.2017

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefnda

Í byrjun apríl fékk Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ til sín í heimsókn fulltrúa frá öðrum norrænum lyfjaeftirlitum. Tilgangur heimsóknarinnar var að samræma aðgerðir lyfjaeftirlitsaðila við lyfjaeftirlit og einnig fara yfir verkferla er snúa að blóðsýnatöku. Árið 2018 verður lyfjaeftirlitum um allan heim skylt að taka blóðsýni á íþróttamönnum og var þetta liður í undirbúningi fyrir það. Samtals komu til landsins sex aðilar og tóku þeir til að mynda þátt í lyfjaeftirliti með Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ. Þetta var í fyrsta skipti sem norræn lyfjaeftirlit koma saman og standa að sameiginlegu lyfjaeftirliti og tókst það mjög vel til. Það stendur til að hafa slíkt samstarf reglulegan viðburð, enda eiga norræn lyfjaeftirlit í mjög góðu samstarfi almennt og hefur samkomulag þess efnis verið í gildi síðan árið 1994.
Nánar ...
06.04.2017

Meistaradagar á RÚV

ÍSÍ vekur athygli á Meistaradögum, sem hefjast á RÚV í dag kl.17:20. Um er að ræða mikla íþróttahátíð með nýju sniði þar sem keppt verður um Íslands- og bikarmeistaratitla í átta íþróttagreinum á þremur dögum. Í dag fer fram Íslandsmót í hópfimleikum. Á morgun, föstudag, fer fram Íslandsmót í sundi. Á laugardag verða bikarúrslit liða í keilu, meistarar meistaranna í pílu, Íslandsmót í áhaldafimleikum og Íslandsmót í kraftlyftingum.
Nánar ...
06.04.2017

International Day of Sport for Development and Peace

Í dag er Alþjóðlegur dagur þróunar og friðar í íþróttum eða International Day of Sport for Development and Peace. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur um heim allan 6. apríl ár hvert síðan 2014. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var ákveðið að tilnefna 6. apríl í þetta hlutverk, en valið á deginum tengist fyrstu nútíma Ólympíuleikunum sem haldnir voru árið 1896.
Nánar ...
04.04.2017

Forseti ÍSÍ í heimsókn hjá UMSK

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ásamt föruneyti heimsótti starfssvæði Ungmennasambands Kjalarnesþings - UMSK, 29. mars síðastliðinn. Fundað var með fulltrúum stjórnar UMSK, fulltrúum íþrótta- og ungmennafélaga innan UMSK og íþróttafulltrúum sveitarfélaganna á starfssvæði UMSK. Fundurinn fór fram í stórglæsilegri íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK kynnti starfsemi UMSK og íþróttafulltrúarnir Sigurður Guðmundsson, Mosfellsbæ, Jón Júlíusson, Kópavogi, Haukur Geirmundsson, Seltjarnarnesi og Kári Jónsson, Garðabæ kynntu uppbyggingu íþróttamannvirkja og framtíðarsýn í sveitarfélögunum. Mikil og blómleg starfsemi er í félögum innan vébanda UMSK en þar er m.a. að finna nokkur af stærstu fjölgreinafélögum landsins. Sveitarfélögin á svæði UMSK eiga hrós skilið fyrir glæsilega uppbyggingu íþróttamannvirkja og góðan stuðning við íþróttastarf. Forseti ÍSÍ ávarpaði fundinn og afhenti formanni UMSK bækur og borðfána ÍSÍ að gjöf. Að lokinni dagskrá var íþróttamiðstöðin skoðuð.
Nánar ...
03.04.2017

Benedikt Jóhannsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ársþing Ungmennasambands Austurlands var haldið í Grunnskólanum á Reyðarfirði 2. apríl síðastliðinn í umsjón Umf. Vals. Til þingsins mættu um 60 þingfulltrúar frá 24 félögum auk gesta. Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður en auk hans eru Jósef Auðunn Friðriksson, Auður Vala Gunnarsdóttir, Pálína Margeirsdóttir og Benedikt Jónsson í stjórn sambandsins.
Nánar ...
03.04.2017

Breytingar á Ól í Tókýó 2020

Næstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar, sem fram fór í Ríó 2016, tók nefndin ákvörðun um að bæta við fimm íþróttagreinum sem keppt verður í í Tókýó. Það eru hafnabolti og mjúkbolti, karate, hjólabretti, íþróttaklifur (sports climbing) og brimbrettabrun.
Nánar ...
30.03.2017

Málstofan Veðjað á rangan hest

Föstudaginn 31. mars mun lagadeild HR standa fyrir málstofunni Veðjað á rangan hest um hagræðingu úrslita í íþróttum. Málstofan fer fram í stofu V101 og stendur frá 12:00-14:00. Kynntar verða niðurstöður tveggja rannsókna og svo munu sérfræðingar úr menntamála- og innanríkisráðuneytunum flytja erindi. Málstofunni lýkur með pallborði sem fyrirlesararnir taka þátt í ásamt þeim Líneyju Rut Halldóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ og Þorvaldi Ingimundarsyni KSÍ. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Nánar ...
29.03.2017

LA eða París 2024?

100 meðlimir Alþjóðaólympíunefndarinnar munu kjósa á milli þess hvort leikarnir verða haldnir í Los Angeles eða París þegar nefndin mun funda í Líma í Perú 13. september 2017.
Nánar ...
28.03.2017

Tryggvi endurkjörinn formaður AKÍS

Ársþing Akstursíþróttasambands Íslands fór fram 18. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. ​ Tryggvi M. Þórðarson gaf áfram kost á sér sem formaður sambandsins og var hann sjálfkjörinn. Í stjórn sitja áfram Einar Gunnlaugsson, Sigurður Gunnar Sigurðsson, Jón Bjarni Jónsson, Ragnar Róbertsson og Helga Katrín Stefánsdóttir. Torfi Arnarson var auk þess kosinn í stjórn til tveggja ára.
Nánar ...

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  28