Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

26.01.2018

Íþróttaleikar RIG formlega settir í gær

Íþróttaleikar RIG formlega settir í gærÍþróttaleikarnir WOW Reykjavik International Games voru formlega settir í Háskólanum í Reykjavík í gær. Leikarnir eru í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, sem opnaði þessa miklu íþróttahátíð sem framundan er. Í dag eru þrjár keppnisgreinar á dagskránni: badminton, listskautar og sund.
Nánar ...
25.01.2018

Snemmbær afreksþjálfun barna í dag

Snemmbær afreksþjálfun barna í dagÍþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í dag fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis.
Nánar ...
24.01.2018

PyeongChang 2018 - Vetrarólympíuleikar

PyeongChang 2018 - Vetrarólympíuleikar Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar nk.
Nánar ...
24.01.2018

Fræðandi myndbönd hjá Sýnum karakter

Fræðandi myndbönd hjá Sýnum karakterMörg áhugaverð og fræðandi myndbönd má sjá á Youtube-síðu Sýnum karakter. Þar má meðal annars sjá upptökur af tveimur ráðstefnum sem haldnar voru í tengslum við verkefnið Sýnum karakter þar sem þjálfarar, afreksíþróttafólk og fleiri deila sinni reynslu úr íþróttaheiminum.
Nánar ...
23.01.2018

Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games

Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International GamesÍþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, bogfimi, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listhlaup á skautum, ólympískar lyftingar, skotfimi, skylmingar, skvass og sund.
Nánar ...
22.01.2018

Snemmbær afreksþjálfun barna 25. janúar

Snemmbær afreksþjálfun barna 25. janúarÍþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17.
Nánar ...
19.01.2018

Heiðranir á 90 ára afmæli KA

Heiðranir á 90 ára afmæli KASjö aðilar voru heiðraðir af ÍSÍ á 90 ára afmælishófi KA sem haldið var í KA heimilinu laugardaginn 13. janúar síðastliðinn. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti fjórum aðilum Silfurmerki ÍSÍ, þeim Erlingi Kristjánssyni, Sigríði Jóhannsdóttur, Gunnari Garðarssyni og Gunnari Níelssyni. Ingi Þór afhenti svo þremur aðilum Gullmerki ÍSÍ, þeim Hrefnu Torfadóttur, Alfreð Gíslasyni og Ingibjörgu Ragnarsdóttur. Ingi Þór og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri voru meðal um 500 afmælisgesta af þessu merka tilefni.
Nánar ...
19.01.2018

Ungur áhrifavaldur í Buenos Aires 2018

Ungur áhrifavaldur í Buenos Aires 2018Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á leikunum, eða Young Change Makers og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona. Ingibjörg Kristín er sjálf margreynd keppniskona í sundi og á Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010.
Nánar ...
18.01.2018

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi ÍslandsÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir. ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð. Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur. Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!
Nánar ...
16.01.2018

Ráðstefna - Snemmbær afreksþjálfun barna

Ráðstefna - Snemmbær afreksþjálfun barnaÍþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis.
Nánar ...